Stórt skref

12. ágúst 2022

Stórt skref

Fjölskylduráðgjafarnir Eiríkur og Jenný - mynd: Vigfús Bjarni Albertsson

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur veitt Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu styrk til þess að veita aðstandendum fanga faglega aðstoð. Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs og felur í sér að kortleggja þörfina og bjóða fjölskyldum fanga meðferð, ráðgjöf og stuðning.

Kirkjan.is sagði frá þessu í maí síðastliðnum. Sr. Sigrún Óskarsdóttir, fangaprestur þjóðkirkjunnar, fundaði með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumálaráðherra, og var þetta niðurstaða fundarins.

Verkefninu hefur verið ýtt úr vör og fengið nafnið Bjargráð. Fjölskyldufræðingarnir Eiríkur Steinarsson og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir hafa verið ráðnir til að sinna því. Starfsstöð þeirra verður hjá Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar í Háteigskirkju.

„Um er að ræða ýmist ráðgjöf eða meðferðarviðtöl við fjölskyldumeðlimi fanga,“ segja þau þegar kirkjan.is innir þau um málið. Þau segja að verkefnið leggist mjög vel í þau. „Þetta er mjög þarft verkefni sem loksins er komið af stað í íslensku samfélagi,“ segja þau, „við teljum að þörfin sé mikil fyrir aðstoð við þessar fjölskyldur.“

Þjónustan stendur öllum til boða sem telja sig þurfa á henni að halda.

Staða fanga og fjölskyldna þeirra
Allir fangar eiga fjölskyldur og þær eru hver annarri ólíkar. Sammerkt þeim öllum er viðkvæmni og sorg yfir því að einhver þeim nákominn sé kominn í fangelsi. Því fylgir líka skömm og áhyggjur um afdrif ástvina inni í fangelsi. Börn fanga eru í þessu sambandi sérstakur hópur sem þarf að sinna af skilningi og varfærni. Margs konar hugsanir vakna hjá börnunum og þau spyrja hvar pabbi sé eða mamma. Hvort einhver sé vondur við þau í fangelsinu og hvort það sé ekki hættulegur staður. Áhyggjur maka, foreldra og systkina fanga eru af sama toga, kvíði og ótti um hvernig allt muni fara. Þjónusta við fjölskyldur fanga er því margslungin og þarf að leita samráðs við fagfólk í þessum geira, lögreglu, fangelsismálayfirvöld, félagsþjónustu og barnavernd, sálfræðinga, fangaprest þjóðkirkjunnar og aðra presta.

Hægt er að panta tíma í gegnum tölvupóst eða hringja:

Eiríkur Steinarsson, netfang: eirikur.steinarsson@kirkjan.is sími: 867-2450
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, netfang: jenny.magnusdottir@kirkjan.is sími: 771-4966

hsh







  • Nýjung

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju