Göldrum líkir spunar

19. ágúst 2022

Göldrum líkir spunar

Barokk-orgel Hafnarfjarðarkirkju - mynd: hsh

„Mattias Wager, dómorganisti í Stokkhólmi, er einn fremsti og virtasti organisti Norðurlanda,“ segir Guðmundur Sigurðsson, organisti í Hafnarfjarðarkirkju.

Mattias mun setjast við orgel Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, 19. ágúst, kl. 20.00 og leika spennandi efnisskrá á bæði orgel kirkjunnar. Aðgangur er ókeypis.

Og hvað mun hann leika? spyr kirkjan.is.

„Verk eftir J.S. Bach, Oskar Lindberg og Florence Price,“ segir Guðmundur, „einnig flytur hann spuna yfir íslensk sálmalög en spunar hans eru göldrum líkir.“

Heimsókn Mattiasar Wager er hvalreki fyrir tónlistarunnendur og menningarveisla sem stendur öllum opin. Einstök orgel Hafnarfjarðarkirkju munu njóta sín vel í höndum og fótum mikils meistara að sögn Guðmundar.

Tvö orgel í gæðaflokki
Guðmundur organisti segir tvö orgel Hafnarfjarðarkirkju vera ein þau merkustu í landinu. Annað þeirra er uppi á sönglofti, úr orgelsmiðju Christans Schefflers í síðrómantískum stíl, 25 radda, en það var vígt árið 2008. Norðanmegin við kór í kirkuskipinu er svo orgel sem Kristian Wegscheider smíðaði, 12 radda og það var vígt ári síðar. Umgerð þess er mikil og í barokk-stíl. Ætla mætti að þungum marmara væri hlaðið í kringum það en þegar betur er skoðað kemur í ljós að þetta er marmararamálaður viður. Þar kom að listfeng hönd Helga Grétars Kristinssonar, kennara og málarameistara, og aðstoðarmanns hans, Birgis Ísleifssonar. Þeir máluðu líka altarið og skírnarfontinn.

hsh

 


  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Frétt

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði