Kirkjumiðstöðin á Eiðum 30 ára

22. ágúst 2022

Kirkjumiðstöðin á Eiðum 30 ára

Afmælishátíðin var vel sótt

Kirkjumiðstöðin á Eiðum fagnaði 30 ára afmæli sínu í gær, sunnudaginn 21. ágúst. Til stóð að fagna síðast liðið sumar, en þá komu samkomutakmarkanir í veg fyrir að hægt væri að fagna.

Kirkjumiðstöðin var vígð þann 25. ágúst árið 1991.

Það var mikið hugsjónafólk sem lagðist á árarnar við að byggja Kirkjumiðstöðina en þá höfðu sumarbúðir verið reknar í grunnskólaanum á Eiðum í 23 ár.

Verkið var framkvæmt mikið til í sjálfboðavinnu, en styrkir komu frá fyrirtækjum og einstaklingum á Austurlandi.

Hryggjarstykkið í starfi Kirkjumiðstöðvarinnar eru sumarbúðir fyrir börn og unglinga sem starfræktar eru yfir sumarið, en þarna fara fram TTT búðir, fermingarbúðir og þar er starfræktur Farskóli leiðtogaefna eins og fram kom í ávarpi prófastsins sr. Sigríðar Rúnar Tryggvadóttur.
Einnig er nokkuð um að Kirkjumiðstöðin sé leigð út fyrir fundi og veislur, auk þess sem ættarmót eru haldin þar og hesta- og veiðifólk fær þar inni.

Barna- og æskulýðsstarf í Austurlandsprófastsdæmi hefur alla tíð verið mjög öflugt og má þakka það öflugu starfi Kirkjumiðstöðvarinnar.

Afmælishátíðin hófst með helgistund, þar sem sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur í Austfjarðarprestakalli þjónaði fyrir altari og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum predikaði og lýsti blessun í lok stundarinnar.

Sr. Gylfi Jónsson lék á flygilinn og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli lék á gítar. Sungnir voru barnasálmar og sunnudagaskólalög í anda sumarbúðanna.
Eftir helgistundina voru grillaðar pylsur, boðið var upp á ratleik og báta á vatninu og síðan var hlaðborð kaffiveitinga.

Öll afmælishátíðin var vel sótt og veðrið lék við afmælisgesti.

slg

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju