Sendiherra kórtónlistar

24. ágúst 2022

Sendiherra kórtónlistar

John Rutter, tónskáld og kórstjórnandi

Svo sannarlega er margt að gerast í kirkjutónlistarmálunum. Fyrir nokkru var hér á ferð Mattias Wager, dómorganisti í Stokkhólmi, og fór víða um tónlistarfólki og öðrum til mikillar ánægju.

Enska tónskáldið og stjórnandinn John Rutter er gestur Organistastefnunnar og Kórastjórasamveru þjóðkirkjunnar.

Rutter átti að vera hér á ferð fyrir tveimur árum en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það.

En nú er hann kominn og dagskráin er spennandi.

Rutter heldur námskeið í Skálholti fyrir organista og kórstjóra á föstudeginum 26. ágúst frá kl. 17.00 til laugardagsins 27. ágúst kl. 18.30. Öll þau sem starfa við kirkjukóra og aðra kóra eru velkomin. Hann mun fjalla um kórsöng; kynna eigin verk og sömuleiðis breska kirkjutónlistarhefð.

Á sunnudaginn 28. ágúst milli kl. 14.00 og 18.00 hefur verið boðað til þess sem kallast „Open singing“ í Langholtskirkju eða Syngjum saman í Langholtskirkju. Þar æfir Rutter og stjórnar eigin kórlögum og Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur undir á píanó og orgel. Allir kórsöngvarar eru hvattir til að láta ekki þennan viðburð fram hjá sér fara.

Það er söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, sem hefur haldið utan um alla þræði í sambandi við undirbúning þessa merka tónlistarviðburðar.

hsh


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Frétt

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju