List og kirkja: Á Hallgrímstorgi

26. ágúst 2022

List og kirkja: Á Hallgrímstorgi

Listaverk á Hallgrímstorgi - mynd: Sigurður Árni ÞórðarsonÍ allt sumar hafa styttur úr gráum málmi prýtt Hallgrímstorg í Reykjavík. Dularfullar verur íklæddar  brynjum. Fólk hefur virt þær fyrir sér og gengið á milli þeirra. Vinsælt hefur verið að að taka sjálfu við stytturnar og hópmyndir. Sumir hafa jafnvel faðmað þær. Aðrir bankað í þær og heilsað þeim. Þær hafa svo sannarlega kallað fram viðbrögð þeirra sem um torgið hafa farið.

En hvaða styttur eru þetta?

Listakonan Steinunn Þórarinsdóttir er höfundur þeirra. Hún hefur fengist við listsköpun í rúm fjörutíu ár og er þjóðkunn listakona. Eflaust kannast margur landinn við svipaðar styttur eftir hana sem standa fyrir framan Leifsstöð. Ekki er langt síðan að fjöldinn allur af styttum hennar sat á brún Arnarhvols við Ingólfsstræti í Reykjavík og horfði árvökulum augum yfir borgina. Hún á sömuleiðis fjölda verka í útlöndum.

Sýningin á Hallgrímstorgi ber heitið Brynjur og var sett upp á vegum Listahátíðar og í samvinnu við Hallgrímskirkju.

List er ekki bara til þess að njóta á staðnum heldur þarf líka að ræða listaverk. Þess vegna mun listakonan Steinunn segja frá hugmyndum sínum og sýningunni í Listaspjalli í Hallgrímskirkju nú á sunnudaginn 28. ágúst.

Listaspjallið hefst í forkirkjunni eftir messu, kl. 12.20. Síðan verður gengið út á torg og brynjurnar skoðaðar og ræddar. Þá verður haldið í Suðursal kirkjunnar. Þar munu Steinunn Þórarinsdóttir, Vigdís Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar, og sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímssókn, ræða þessa sýningu og gestir bera fram spurningar og álit.

Boðið verður upp á kaffisopa og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

hsh

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Frétt

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði