Barnastarfsnámskeið

29. ágúst 2022

Barnastarfsnámskeið

Barnastarfsnámskeiðið verður haldið í Breiðholtskirkju - mynd: hsh

Barnastarf safnaðanna fer senn af stað og undirbúningur er víða hafinn.

Fræðslu- og kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu boðar til fyrsta barnastarfsnámskeiðs haustsins í Breiðholtskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17.00. Fleiri námskeið verða kynnt síðar.

Á námskeiðinu á morgun verður nýtt barnaefni kynnt: Í öllum litum regnbogans. Mun Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, sjá um þann þátt.

Á námskeiðinu verður vinnustofa undir yfirskriftinni: Hvernig eflum við starfið? Unnið verður eftir leiðum lausnamiðaðrar nálgunar. Um þennan þátt sér Elín Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri á fræðslusviði Biskupsstofu.

hsh


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Samstarf

  • Barnastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði