Barnastarfsnámskeið

29. ágúst 2022

Barnastarfsnámskeið

Barnastarfsnámskeiðið verður haldið í Breiðholtskirkju - mynd: hsh

Barnastarf safnaðanna fer senn af stað og undirbúningur er víða hafinn.

Fræðslu- og kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu boðar til fyrsta barnastarfsnámskeiðs haustsins í Breiðholtskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17.00. Fleiri námskeið verða kynnt síðar.

Á námskeiðinu á morgun verður nýtt barnaefni kynnt: Í öllum litum regnbogans. Mun Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, sjá um þann þátt.

Á námskeiðinu verður vinnustofa undir yfirskriftinni: Hvernig eflum við starfið? Unnið verður eftir leiðum lausnamiðaðrar nálgunar. Um þennan þátt sér Elín Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri á fræðslusviði Biskupsstofu.

hsh


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Samstarf

  • Barnastarf

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju