Hún sótti um

30. ágúst 2022

Hún sótti um

Laufáskirkja - mynd: Sunna Dóra Möller

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Laufásprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. október 2022.

Umsóknarfrestur rann út 21. ágúst sl.

Ein sótti um:

Hafdís Davíðsdóttir, mag. theol.

Prestakallið
Í Laufásprestakalli eru fimm sóknir, Laufás- og Grenivíkur-, Svalbarðs-, Háls-, Ljósavatns- og Lundarbrekkusóknir. Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

hsh
  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju