List og kirkja: Annað kirkjulistaverk Errós/Ferrós

30. ágúst 2022

List og kirkja: Annað kirkjulistaverk Errós/Ferrós

Myndir E (F) errós á prédikunarstóli Patreksfjarðarkirkju - mynd: Kristján Arason

Fyrir nokkru var sagt frá því á kirkjan.is að listamaðurinn Erró/Ferró (Guðmundur Guðmundsson) ætti mósaíklistaverk í turni Hóladómkirkju. Tilefni umfjöllunarinnar var 90-ára afmæli listamannsins þann 19. júlí 2022. Mósaíkmyndin á Hólum er frá 1957.

Glöggur lesandi vakti athygli á því að Erró/Ferró  ætti og listaverk í Patreksfjarðarkirkju.

Kirkjan.is hafði samband við sr. Kristján Arason, sóknarprest í Patreksfjarðarprestakalli, og brást hann vel við að taka myndir af listaverkunum. Hann hafði jafnframt samband við sr. Tómas Guðmundsson, prófast emeritus, og fyrrum prest þeirra Patreksfirðinga (f. 1926). Sr. Tómas kvað að Kvenfélagið Sif hefði gefið myndirnar í tilefni 50 ára vígsluafmælis hennar 1957.

Í bók Aðalstein Ingólfssonar, listfræðings, um listamanninn Erró/Ferró  sem ber einfaldlega nafnið: Erró – margfalt líf, og kom út 1991, segir svo um mósaíklistaverkið í Patreksfjarðarkirkju:

„Fjórar litlar mósaíkmyndir eftir mig eru einnig á predikunarstól kirkjunnar á Patreksfirði, en þær settu heimamenn upp sjálfir. Björn Th. Björnsson beitti áhrifum sínum til að ég fengi það verkefni.“ (Bls. 117).

Myndirnar má sjá með þessari frétt.

Gaman væri að frétta hvort fleiri verk eftir Erró/Ferró sé að finna í íslenskum kirkjum. Hafið samband við kirkjan@kirkjan.is.

Þess má geta að listamaðurinn Erró notaði listamannsnafnið Ferró í upphafi ferils síns. 

hsh

Smellið á myndirnar til að stækka þær


Myndir með frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Frétt

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði