Sr. Bryndís Böðvarsdóttir sett í embætti

6. september 2022

Sr. Bryndís Böðvarsdóttir sett í embætti

Fremri röð: sr. Bryndís Böðvarsdóttir, sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson, aftari röð: sr. Alfreð Örn Finnsson, sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur, og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur

Prófastur Austurlandsprófastsdæmis, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir setti sr. Bryndísi Böðvarsdóttur í starf prests í Austfjarðaprestakalli sunnudaginn 4. september sl. við messu í Norðfjarðarkirkju.

Austfjarðaprestakall varð til við sameiningu Norðfjarðarprestakalls, Eskifjarðarprestakalls, Fáskrúðsfjarðarprestakalls, Heydalaprestakalls og Djúpavogsprestakalls árið 2019

Það var fallegur og sólríkur dagur í Neskaupstað og messan var vel sótt. Athöfnin var hátíðleg og þjónuðu allir prestar prestakallsins fyrir altari, sóknarpresturinn sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sr. Alfreð Örn Finnsson, Benjamín Böðvarsson og sr. Bryndís Böðvarsdóttir, sem predikaði við athöfnina. Ritningalestra las Steindór Runiberg Haraldsson kirkjuþingsmaður. Sameiginlegur kór Eskifjarðar- og Norðfjarðarsóknar söng og organisti var Norðfirðingurinn Daníel Arason. Sóknarnefnd Norðfjarðarsóknar bauð í veglegt kaffisamsæti í safnaðarheimilinu að lokinni messu

Presturinn
Bryndís Böðvarsdóttir er fædd 2. nóvember 1972 og uppalin á Akureyri.

Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri af félagsvísinda- og uppeldisbraut.

Sr. Bryndís lauk Ba-námi í guðfræði 2011 og mag. theol.-prófi frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands 2019. Að útskrift lokinni starfaði hún sem kirkjuvörður og meðhjálpari við Lágafellssókn.

Sr. Bryndís var vígð til Austfjarðarprestakall 26. júní sl. Starfsskyldur hennar eru mestar við Norðfjarðsókn og þar á eftir Eskifjarðarsókn. Hún hóf störf í júlímánuði á þessu ári.

Sr. Bryndís á þrjú börn, einn son og tvær dætur.
Þess má geta að fallegi hökullinn sem sr. Bryndís ber á meðfylgjandi mynd er eftir listakonuna Sigrúnu Jónsdóttur og var gjöf til Norðfjarðarkirkju. Sr. Hreinn Hákonarson skrifaði um Sigrúnu þegar þess var minnst að 100 ár voru frá fæðingu hennar í ágúst í fyrra. Sjá má greinina hér.

slg

  • Embætti

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði