Mikilvægt samstarf

13. september 2022

Mikilvægt samstarf

Mikilvægt samstarf hófst nú í haust milli Hafnarfjarðarkirkju og Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Samstarfið felst í því að ungmennakór, sem var stofnaður í Hafnarfjarðarkirkju fyrir fólk á aldrinum 17-25 ára fær til sín nemendur úr Flensborgarskólanum, en ástundun þeirra í kórastarfinu er metin til eininga. Samstarfið er afar mikilvægt fordæmi um samstarf framhaldsskóla og kirkju sem fleiri aðilar mættu líta til.

Þjónustumiðstöð fyrir flóttafólk og hælisleitendur víðs vegar að úr heiminum hefur verið starfrækt á 2. hæð safnaðarheimilisins Hafnarfjarðarkirkju frá því í vor.
Sjálfboðaliðar hafa þar tekið á móti fólki á öllum aldri, boðið upp á kaffisopa, ávexti, brauð og álegg og haldið úti viðburðum.
Í sumar var til að mynda haldið Venezuelakvöld sem 80 manns sóttu í safnaðarheimilinu. Hafnarfjarðarkirkja hefur því tekið vel á móti þessum hópi. Þjónustumiðstöðin verður áfram starfrækt í vetur á mánudögum og föstudögum frá kl. 10-12 og er opin fyrir alla hælisleitendur og flóttafólk.

Fyrsta messa haustsins í Hafnarfjarðarkirkju var þann 4. september í Hafnarfjarðarkirkju þar sem fermingarbörn vetrarins voru sérstaklega boðin velkomin. Fermingarfræðslan hófst þann 15. ágúst með fimm daga námskeiði en fermingarbörnin tóku þátt í að undirbúa fyrstu messuna.

Fermingarbörnin sömdu og lásu bænir og ein stúlka úr hópnum lék á píanó. Krakkarnir höfðu æft sálma á námskeiðinu sem sungnir voru í messunni og þau tóku kröftuglega undir.

Í messukaffinu buðu fermingarbörnin upp á kókoskúlur sem þau höfðu bakað á námskeiðinu.

Sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Aldís Rut Gísladóttir voru með samtalsprédikun þar sem mjólkurferna kom við sögu. Krakkarnir undirbjuggu líka bænatré sem eru tákn um neyð heimsins í umhverfismálum. Sunnudagaskólinn fór einnig af stað sama dag.
Prestar og söfnuður líta björtum augum til vetrarins sem framundan er.

slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Ferming

  • Flóttafólk

  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Nýjung

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall