Nýtt orgel í Grafarvogskirkju

14. september 2022

Nýtt orgel í Grafarvogskirkju

Sunnudaginn 18. september kl. 11:00 verður vígt nýtt orgel í Grafarvogskirkju.
Er það af gerðinni C.F. Walcker. Orgelið er byggt af Aeris Orgona í Budapest.

Í frétt frá Grafarvogskirkju segir: „Hljóðfærið er 21. aldar sköpun sem sprengir tæknilega veggi og takmarkanir fortíðar og tekur skýrt mið af E.F. Walcker orgelum 19. aldar. Orgelið er 33 radda og inniheldur um 3000 pípur. Orgelið hefur nútímalegt útlit og er með fullkomnum stafrænum búnaði“.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir orgelið við upphaf hátíðarguðsþjónustu á sunnudaginn. Allir kórar kirkjunnar syngja, prestar og djáknar þjóna ásamt biskupi Íslands og fyrrum sóknarpresti safnaðarins.

Tvö ný orgelverk verða flutt í guðsþjónustunni, forspil og eftirspil. Annað er eftir Hákon Leifsson organista Grafarvogskirkju og hitt er eftir Gísla Jóhann Grétarsson.
Þá verða sungnir sálmar eftir báða organista safnaðarins, Hákon Leifsson og Láru Bryndísi Eggertsdóttur.

Boðið verður upp á veitingar að guðsþjónustu lokinni.

Orgeltónleikar

Sama dag eða sunnudagskvöldið 18. september kl. 19:30 verða orgeltónleikar í kirkjunni.
Hinn víðkunni orgelleikari, professor Hans-Ola Ericsson leikur á orgelið tónlist eftir Bach, Sibelius, Haydn, Brahms, Lindberg, Clara Schumann, Fanny Mendelssohn, Ericsson ofl.
Aðgangur er óleypis á tónleikana en framlög í orgelsjóð eru vel þegin á staðnum eða í gegnum heimasíðu Grafarvogskirkju Grafarvogskirkja

slg



Myndir með frétt

  • List og kirkja

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Söfnun

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Vígsla

  • Kirkjustarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju