Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

15. september 2022

Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla verður í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag 18.september og fer athöfnin fram kl.13:00

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir vígsluþegana, en þær eru Hafdís Davíðsdóttir sem vígist til Laufásprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back sem vígist til Borgarprestakalls í Vesturlandsprófastsdæmi og Helga Bragadóttir sem vígist til Glerárprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Vígsluvottar verða sr. Bragi J. Ingibergsson, sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi og sr. Jón Ármann Gíslason prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi sem lýsir vígslu.

Sr. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari.
Athöfnin er öllum opin.

slg


  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Vígsla

  • Biskup

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall