Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

15. september 2022

Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla verður í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag 18.september og fer athöfnin fram kl.13:00

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir vígsluþegana, en þær eru Hafdís Davíðsdóttir sem vígist til Laufásprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back sem vígist til Borgarprestakalls í Vesturlandsprófastsdæmi og Helga Bragadóttir sem vígist til Glerárprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Vígsluvottar verða sr. Bragi J. Ingibergsson, sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi og sr. Jón Ármann Gíslason prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi sem lýsir vígslu.

Sr. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari.
Athöfnin er öllum opin.

slg


  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Vígsla

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði