Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

15. september 2022

Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla verður í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag 18.september og fer athöfnin fram kl.13:00

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir vígsluþegana, en þær eru Hafdís Davíðsdóttir sem vígist til Laufásprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back sem vígist til Borgarprestakalls í Vesturlandsprófastsdæmi og Helga Bragadóttir sem vígist til Glerárprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Vígsluvottar verða sr. Bragi J. Ingibergsson, sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi og sr. Jón Ármann Gíslason prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi sem lýsir vígslu.

Sr. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari.
Athöfnin er öllum opin.

slg


  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Vígsla

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju