Söngvar Satans í Bústaðakirkju

27. september 2022

Söngvar Satans í Bústaðakirkju

Bústaðakirkja - mynd: hsh

 

Dr. María Guðrúnar Ágústsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli fjallar um bókina Söngvar Satans eftir Salman Rushdie í safnaðarheimili Bústaðakirkju, miðvikudaginn 28. september kl. 14:15 í félagsstarfi eldri borgara.


Félagsstarf eldri borgara í Fossvogsprestakalli fer fram í Bústaðakirkja alla miðvikudaga kl. 13:00-16:00 með sinni fjölbreyttu dagskrá.

 

Margir gestir koma í heimsókn og miðla ýmsum fróðleik og skemmtun, gleði og söng.


Gjarnan fara fram bókakynningar og mun dr. María að þessu sinni fjalla um hina umdeildu bók Salmans Rushdies.


Í eldri borgarastarfinu er tekið í spil, sumir sinna handavinnu og kaffið góða er ávallt á sínum stað.


Bústaðakirkja býður öll hjartanlega velkomin í kirkjuna þennan dag.


slg


  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Safnaðarstarf

  • Eldri borgarar

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði