Kaupangskirkja 100 ára

28. september 2022

Kaupangskirkja 100 ára

Aldarafmæli Kaupangskirkju var haldið hátíðlegt við hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni sunnuaginn 25. september.

Að sögn Hansínu Maríu Haraldsdóttur formanns sóknarnefndar var leiðindaveður þennan dag og ekki ljóst hvort af afmælishátíðinni yrði.

„Rafmagnslaust var þegar guðsþjónustan hófst, en, ljósið kom þegar hún var nýhafin svo allt fór vel“ segir Hansína María.

Sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum prédikaði og sr. Jóhanna Gísladóttir prestur í  Akureyrar- og Laugalandsprestakalli þjónaði fyrir altari.

Auðrún Aðalsteinsdóttir söng einsöng og Ragnheiður Birta Hákonardóttir og Þórarinn Karl Hermannsson léku á harmonikkur, en þau eru bæði 12 ára gömul og nemendur í Tónlistarskóla Eyjafjarðar.

Petra Björk Pálsdóttir organisti lék á gamalt orgel, sem var það fyrsta sem kom í Kaupangskirkju í kringum 1880, en það hafði varðveist hjá fjölskyldu á Akureyri.

Fjölskyldan hafði hafði látið gera það upp og færði söfnuðinum þessa dýrmætu gjöf nýverið í tilefni af afmælinu.

Þessum ánægjulega degi lauk með hátíðarkaffi í félagsheimilinu Laugarborg.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Viðburður

  • Heimsókn

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði