Andlátsfregn

29. september 2022

Andlátsfregn

Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir

Sr. Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir fyrrum prófastur er látin 78 ára að aldri.

Sr. Jóhanna fæddist þann 25. apríl árið 1944 í Kolholtshelli í Villingaholtshreppi.
Faðir hennar var sr. Sigmar Ingi Torfason sóknarprestur og prófastur á Skjeggjastöðum og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir skólastjóri og oddviti á Skjeggjastöðum.

Jóhanna varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1965 og tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands árið 1966.

Sr. Jóhanna fór til Svíþjóðar í djáknanám í Samariterhemmet i Uppsölum veturinn 1971-1972.

Eftir það sótti hún nám í guðfræðideild Háskóla Íslands í einn vetur 1972 til 1973. Hún fór aftur í guðfræðideildina árið 1992 og lauk cand. theol. prófi þaðan árið 1998.


Sr. Jóhanna var afar fjölhæf og vann á sínum yngri árum við kennslustörf og var sumarbúðastjóri í Sumarbúðum Þjóðkirkjunnar.

Hún var forstöðukona á Hrafnistu 1975-1999

Sr. Jóhanna var skipaður sóknarprestur í Eiðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi frá 1. júní 1999 vígð 24. maí sama ár í Skálholtsdómkirkju. 

Þann 1. júní árið 2005 var hún skipaður prófastur í Múlaprófastsdæmi.  Siðar varð hún prestur í sameinuðu Egilstaðaprestakalli.

Sr. Jóhanna var gift Kristmundi Magnúsi Skarphéðinssyni og eignuðust þau tvö börn.

Sr. Jóhanna var ákaflega traust kona, ákveðin og hafði sterka kímnigáfu.  Hún bar Kirkjumiðstöðina á Eiðum á bænarörmum og sat þar í stjórn um árabil.

 

slg



Myndir með frétt

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Andlát

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði