Bleikur október í Bústaðakirkju

29. september 2022

Bleikur október í Bústaðakirkju

Bústaðakirkja - mynd: hsh

Októbermánuður verður listamánuður í Bústaðakirkju í Reykjavík.

Hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í október kl. 12:05-12:30.
Aðgangur er ókeypis. Að tónleikunum loknum er boðið upp á léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimili kirkjunnar.

Fjöldi listamanna munu koma fram á hádegistónleikunum, sem einnig munu koma fram í sunnudagshelgihaldi kirkjunnar í október.

Sigurður Flosason, saxafónleikari, Kristján Jóhannsson, tenór, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, Matthías Stefánsson, fiðluleikari, Benedikt Kristjánsson, tenór, ásamt Jónasi Þóri kantor og kammerkór Bústaðakirkju munu leika og syngja á tónleikunum, en hér neðst á síðunni má líta dagskrá hátíðarinnar.

Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar mun kynna nýja sálmabók og fylgja henni úr hlaði með hádegiserindi sunnudaginn 2. október.
Í helgihaldinu þann dag mun séra Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti prédika.

Tónlistin í sunnudagshelgihaldi októbermánaðar verður fjölbreytt, þar sem nýir sálmar verða í fyrirrúmi.

Þann 9. október verður bandarísk tónlist, sálmar, gospel og blús á efnisskránni í Bolvíkingamessu.

Norskir sálmar og tónlist eftir Grieg, Kverno, Lövland og fleiri, verða á oddinum 16. október.

Bítlalög og ljóð verða síðan í boði 23. október.

Mozart verður í bleiku síðasta sunnudag októbermánaðar, þann 30. október.

Kammerkór Bústaðakirkju ber uppi þessa fjölbreyttu dagskrá, ásamt kantor kirkjunnar, Jónasi Þóri.

Bleikur október styður Ljósið.

Tónleikagestum á hádegistónleikum í október gefst kostur á að leggja mikilvægu starfi Ljóssins lið.
Dagskrána í heild sinni má finna hér fyrir neðan.


slg



Myndir með frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Kirkjustarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju