Bleikur október í Bústaðakirkju

29. september 2022

Bleikur október í Bústaðakirkju

Bústaðakirkja - mynd: hsh

Októbermánuður verður listamánuður í Bústaðakirkju í Reykjavík.

Hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í október kl. 12:05-12:30.
Aðgangur er ókeypis. Að tónleikunum loknum er boðið upp á léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimili kirkjunnar.

Fjöldi listamanna munu koma fram á hádegistónleikunum, sem einnig munu koma fram í sunnudagshelgihaldi kirkjunnar í október.

Sigurður Flosason, saxafónleikari, Kristján Jóhannsson, tenór, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, Matthías Stefánsson, fiðluleikari, Benedikt Kristjánsson, tenór, ásamt Jónasi Þóri kantor og kammerkór Bústaðakirkju munu leika og syngja á tónleikunum, en hér neðst á síðunni má líta dagskrá hátíðarinnar.

Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar mun kynna nýja sálmabók og fylgja henni úr hlaði með hádegiserindi sunnudaginn 2. október.
Í helgihaldinu þann dag mun séra Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti prédika.

Tónlistin í sunnudagshelgihaldi októbermánaðar verður fjölbreytt, þar sem nýir sálmar verða í fyrirrúmi.

Þann 9. október verður bandarísk tónlist, sálmar, gospel og blús á efnisskránni í Bolvíkingamessu.

Norskir sálmar og tónlist eftir Grieg, Kverno, Lövland og fleiri, verða á oddinum 16. október.

Bítlalög og ljóð verða síðan í boði 23. október.

Mozart verður í bleiku síðasta sunnudag októbermánaðar, þann 30. október.

Kammerkór Bústaðakirkju ber uppi þessa fjölbreyttu dagskrá, ásamt kantor kirkjunnar, Jónasi Þóri.

Bleikur október styður Ljósið.

Tónleikagestum á hádegistónleikum í október gefst kostur á að leggja mikilvægu starfi Ljóssins lið.
Dagskrána í heild sinni má finna hér fyrir neðan.


slg



Myndir með frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Kirkjustarf

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall