Grænlandsbiskup í heimsókn á Íslandi

3. október 2022

Grænlandsbiskup í heimsókn á Íslandi

Paneeraq Siegstad Munk biskup á Grænlandi er á meðal þátttakenda í málstofu sem Þjóðkirkjan, Stofnun Sigurbjörns Einarssonar, Guðfræðistofnun og Guðfræði- og trúarbragðadeild HÍ, efna til á Hringborði Norðurslóða í Hörpu 13.október næstkomandi.

Þar fjalla biskupar frá Grænlandi, Nígeríu og Íslandi um horfur í umhverfismálum í Afríku og á Norðurslóðum í ljósi trúarviðhorfa og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Hún tekur einnig þátt í umhverfisráðstefnu í Skálholti þann 12. október n.k.

Grænlandsbiskup mun að lokum taka þátt í umhverfis- og biskupamessu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 16. október kl. 11:00

Paneeraq Siegstad Munk er tiltölulega nývígð sem Grænlandsbiskup.

Hún tók við af Sofie Petersen sem gegndi biskupsembættinu í 25 ár.

Hún er þriðji biskup Grænlands frá upphafi sjálfstæðs biskupsdæmis þar.

Vegna Covid vígðist hún ekki fyrr en í október á síðasta ári þegar minnst var 300 ára afmælis þess að Hans Egede innleiddi lútherskan sið á Grænlandi.

Margrét önnur Danadrottning var meðal annars viðstödd vígsluna.

Paneeraq tók við embætti biskups þann 1. desember 2021.

Paneeraq Siegstad Munk fæddist 30. janúar 1977 í Attu.

Hún hefur meðal annars þjónað sem prestur í Ittoqqortoormiit og Aasiaat og varð síðan prófastur í Kujataa.



  • Biskup

  • Menning

  • Messa

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Alþjóðastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði