Grænlandsbiskup í heimsókn á Íslandi

3. október 2022

Grænlandsbiskup í heimsókn á Íslandi

Paneeraq Siegstad Munk biskup á Grænlandi er á meðal þátttakenda í málstofu sem Þjóðkirkjan, Stofnun Sigurbjörns Einarssonar, Guðfræðistofnun og Guðfræði- og trúarbragðadeild HÍ, efna til á Hringborði Norðurslóða í Hörpu 13.október næstkomandi.

Þar fjalla biskupar frá Grænlandi, Nígeríu og Íslandi um horfur í umhverfismálum í Afríku og á Norðurslóðum í ljósi trúarviðhorfa og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Hún tekur einnig þátt í umhverfisráðstefnu í Skálholti þann 12. október n.k.

Grænlandsbiskup mun að lokum taka þátt í umhverfis- og biskupamessu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 16. október kl. 11:00

Paneeraq Siegstad Munk er tiltölulega nývígð sem Grænlandsbiskup.

Hún tók við af Sofie Petersen sem gegndi biskupsembættinu í 25 ár.

Hún er þriðji biskup Grænlands frá upphafi sjálfstæðs biskupsdæmis þar.

Vegna Covid vígðist hún ekki fyrr en í október á síðasta ári þegar minnst var 300 ára afmælis þess að Hans Egede innleiddi lútherskan sið á Grænlandi.

Margrét önnur Danadrottning var meðal annars viðstödd vígsluna.

Paneeraq tók við embætti biskups þann 1. desember 2021.

Paneeraq Siegstad Munk fæddist 30. janúar 1977 í Attu.

Hún hefur meðal annars þjónað sem prestur í Ittoqqortoormiit og Aasiaat og varð síðan prófastur í Kujataa.



  • Biskup

  • Menning

  • Messa

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Alþjóðastarf