Helgistund við útialtarið á Kjalarnesi

6. október 2022

Helgistund við útialtarið á Kjalarnesi

Loftmynd af útialtarinu

Helgistund verður við keltneska útialtarið á Kjalarnesi, í landi Esjubergs, sunnudaginn 9. október kl. 13:00.

Helgistundina leiða sr. María Rut Baldursdóttir, sem nú þjónar sem prestur í Reynivallaprestakalli og sagnfræðingurinn dr. Rosemary Power, sem mun predika.

Í predikun hennar felast hugleiðingar um sólkrossinn, umhverfisspillingu og von.

Keltneskar bænir og sálmar verða sungnir.

Dr. Rosemary Power hefur rannsakað tengsl milli norrænna og gelískra svæða og sérstaklega um sögu eyjarinnar helgu, Iona, þar sem heilagur Kolumkilli stofnaði klaustur og kirkju á 6. öld.

Saga hans var samin hundrað árum seinna, en Book of Kells, sem inniheldur guðspöllin fjögur, var skrifuð um árið 800, honum til heiðurs, á tíma víkingainnrása.

Samkvæmt elstu ritheimildum Íslendinga er talið að vestrænir menn hafi reist fyrstu kirkju landsins á Kjalarnesi um 900 og tileinkað hana heilögum Kolumkilla.

Rosemary Power hefur bæði skrifað í fræðirit og bækur fyrir almenna lesendur.

Nýjasta bók hennar er um  Book of Kells, guðspjallabókina, sem skrifuð var á Iona, eyjunni helgu.

Sögufélagið Steini á Kjalarnesi stendur fyrir þessum viðburði.

Til að komast að útialtarinu þarf að beygja út af þjóðveginum í áttina að fjallinu þar sem eru skilti að Kerhólakambi, útialtarinu, Skriðu og Stekk.


slg


  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Heimsókn

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.