Fólkið í kirkjunni

10. október 2022

Fólkið í kirkjunni

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson

Það beljaði mikill stormur á Seltjarnarnesi á sunnudaginn þegar boðað var til sunnudagsdagskrár kirkjunnar.

En inni var hlýtt, kaffi á könnunni og órtrúlega margt fólk mætt.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson formaður listahátíðar kirkjunnar bauð fólk velkomið og gladdist yfir mætingu í rokinu þegar fólki hafði verið ráðlagt að halda sig heima.

„Þetta er okkar annað heimili“ hljómaði úr salnum og fólk kinkaði kolli.

Dr. Ásdís Egilsdóttir var með erindi um Þorlák helga, en yfirskrift Listahátíðar Seltjarnarneskirkju á 30 ára afmælinu er Helgi-helgun-heilagleiki.

Síðdegis voru svo glæsilegir tónleikar í kirkjunni þar sem Alexandra Chernyshova söng við undirleik Lenku Matéóvu.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor emeritus hefur um árabil verið formaður listahátíðarnefndar og fréttaritari kirkjan.is tók hann tali eftir tónleikana.


Hvernig finnst þér listahátin hafa gengið á 30 ára afmælinu?

Mér finnst listahátíðin hafa gengið mjög vel og í raun sýnt hve rótgróin samleið trúar og listar er hér í Seltjarnarneskirkju.

Mér hefur fundist það vera vel heppnað að beina sjónum að helgi, heilagleika og afhelgun.

Þá hefur umgjörð hátíðarinnar í myndum Louisu Matthíasdóttur verið hreint stófengleg.

Málþingið um helgun og afhelgun í gær var mjög spennandi og þátttakendur eru ráðnir í að fylgja því eftir.

Tónlistin hefur sömuleiðis verið mjög góð.

Rétt áðan var að ljúka frábærum tónleikum þeirra Lenku Matéóvu og Alexöndru Chernyshovu undir skemmtilegri yfirskrift "Leitin að kærleikanum."
Dásamleg tónlist og afar vel flutt.

Veðrið hjálpaði ekki með aðsókn í dag en hún var samt ótrúlega góð.

Eins og oftast hefur myndlist, tónlist og töluðu orði verið teflt saman og það gefist vel.

Þannig að ég er harla ánægður nú þegar aðalhelgi hátíðarinnar er að baki og ég er þakklátur öllu því góða fólki sem hefur lagt hönd á plóginn.


Hvað stendur upp úr?

Erfitt er að dæma um það.
En því er ekki að neita að myndlist Louisu Matthíasdóttur býr til þessa fallegu umgjörð sem allir aðrir viðburðir njóta góðs af og því eðlilegt að nefna hana.

En þema, meginefni, hátíðarinnar finnst mér líka mjög vel heppnað.

Erindi dr. Ásdísar Egilsdóttur prófessors í morgun um Þorlák helga fylgdi svo vel eftir málþinginu í gær.

"Bach fyrir börnin" hjá okkar snjalla organista Friðrik Vigni sýndi með frábærum hætti hve hægt er að ná til barnanna.

Það var afar vel gert.
Svo það er yfir mörgu að gleðjast.


Er hátíðinni lokið?

Nei, það er ekki svo.
Um aðra helgi verða einsöngstónleikar Bjarna Thors Kristinssonar bassa við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttir.

Mjög spennandi dagskrá þar.

Verið er að vinna að dagskrá sem sniðin verður að unglingum.

Og svo stendur sýningin á verkum Louisu út mánuðinn.

Margir spyrja um hana og þau sem þegar hafa séð sýninguna ljúka upp einróma lofi.

Þannig að ég er mjög sáttur og glaður. Svona hátíðir kostar mikinn undirbúning og vinnu en þegar upp er staðið finnst manni að þeim tíma hafi verið vel varið.

slg






  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Barnastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði