Græn köllun

11. október 2022

Græn köllun

Skálholtsdómkirkja og Þorláksbúð - mynd: hsh

Græn köllun er yfirskrift ráðstefnu sem hefst í Skálholti 12. október og stendur fram á næsta dag.

Hugmyndin er að samtöl byrji á stuttu innleggi í upphafi fundar sem verður kveikja að frekari samtali.

Ráðstefnugestir deila síðan hugmyndum sínum og úr verður samtal um hina grænu köllun.

Eins verður opið fyrir önnur stutt innlegg um þá snúnu stöðu sem manneskjan hefur komið öllu lífríkinu í.

Hugmyndin er að samtal verði um glímu mannsins við hann sjálfan og við óblíða og blíða náttúru.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Axel Árnason verkefnastjóra umhverfismála og spurði hann um aðdraganda þessarar ráðstefnu.

„Adragandinn er hugmynd Andrésar Arnalds fyrir einhverjum árum að hnýta saman trú og lífsskoðun og náttúruvernd.

Þetta átti að skapa panel fyrir Arctic circle Assembly eða Hringborð norðurslóða og er haldið í tengslum við það."


Hverjir eru aðalfyrirlesarar?

"Þetta eru ekki fyrirlestrar heldur kveikjur að umræðum.

Kveikjurnar flytja dr. Auður Önnu Magnúsdóttir, frú Paneeraq Siegstad Munk, dr. Sigríður Guðmarsdóttir, dr. Guðfinna Aðalgeirsdóttir dr. Panti Filibus Musa."

Hverjir eru þáttakendur ráðstefnunnar?

"Þátttakendur fundarins eru fulltrúar margvíslegra umhverfishópa sem hafa verið virkir í umhverfisumræðu með kirkjunni til margra ára.

Á fundinum fara fram almennar umræður um umhverfismál auk þess að þar fer fram undirbúningur fyrir panelumræður sem fara fram á Artic Circle Assembly."

Græn köllun – green vocation


Dagskrá 12. október og 13. október 2022

12. október

11.30 Komið í Skálholt

12.00 Hádegisverður

13.00 Fyrsti fundur. Málshefjandi dr. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.

13.45 Annar fundur. Málshefjandi frú Paneeraq Siegstad Munk, Grænlandsbiskup.

14.30 Þriðji fundur. Málshefjandi dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í sjálfbærnivísindum við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ, Jarðvísindadeild.

15:15 Gróðursetning og kaffi

16.00 Fjórði fundur. Málshefjandi dr. Sigríður Guðmarsdóttir, dósent í kennimannlegri guðfræði við Hugvísindasvið HÍ, Guðfræði- og trúarbragðafræðideild.

17.00 Fimmti fundur. Málshefjandi dr. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor í jarðeðlisfræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

18.00 Kvöldbænir í Skálholtskirkju

19.00 Kvöldverður

20.00 Sjötti fundur. Málshefjandi dr. Panti Filipus Musa erkibiskup Lúthersku Kristskirkjunnar í Nígeríu og stjórnarformaður Lútherska Heimssambandsins.

22.00 Kvöldganga undir himninum

13. október

08.00 Morgunverður

09.00 Morgunbænir í kirkju.


  • Fræðsla

  • Fundur

  • Kirkjustarf

  • Lútherska heimssambandið

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Alþjóðastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði