Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson prófastur

12. október 2022

Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson prófastur

Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson prófastur

Þann 29. september sendi Biskup Íslands út svohljóðandi bréf:

„Hér með tilkynnist að ég hef ákveðið að útnefna sr. Gunnar Eirík Hauksson sem næsta prófast í Vesturlandsprófastsdæmi.

Þessi ákvörðun gildir frá 1. október n.k.

Tilkynning um innsetningu hans sem prófasts verður send síðar.

Um leið og ég býð sr. Gunnar Eirík velkominn í prófastahópinn þakka ég sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni áralangt samstarf og þjónustu í þjóðkirkjunni sem sóknarprestur og prófastur.“

Sr. Gunnar Eiríkur er fæddur 2. júní árið 1957 í Reykjavík.

Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1978 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1. mars árið 1986.

Sr. Gunnar var skipaður sóknarprestur í Þingeyrarprestakalli frá 1. október 1986 og vígður 5. sama mánaðar.

Hann var skipaður sóknarprestur í Stykkishólmsprestakalli frá 1. febrúar 1992.

Sr. Gunnar var skipaður prófastur í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi 1. apríl 2005 og lauk þeirri þjónustu þegar Vesturlandsprófastsdæmi varð til 1. desember árið 2010.

Sr. Gunnar er kvæntur Birgittu Bragadóttur og eiga þau þrjú börn.

 

slg


  • Embætti

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði