Þau sóttu um

12. október 2022

Þau sóttu um

Guðríðarkirkja -mynd-Hreinn Hákonarson

Biskup Íslands óskaði eftir presti til þjónustu í Grafarholtsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. janúar 2023.

Umsóknarfrestur rann út 2. október s.l.

Sjö sóttu um, en einn óskaði nafnleyndar.

Hin eru:

Sr. Aldís Rut Gísladóttir

Sr. Bryndís Svavarssdóttir

Hilmir Kolbeins mag. theol.

Sr. Jóhanna Magnúsdóttir

Kristján Ágúst Kjartansson mag. theol.

Sr. María Rut Baldursdóttir

 

Grafarholtsprestakall

Guðríðarkirkja er eina starfsstöð safnaðarins.

Kirkjuskipið er hægt að opna yfir í safnaðarsal og tekur þannig rúmlega 300 manns; þá er rúmgóð afgreiðsla (skrifstofa) og tvær skrifstofur fyrir presta.

Til staðar er einnig lítill salur til smærri funda og athafna; anddyri, eldhús; geymslurými og snyrtingar að ógleymdu fallegu opnu útisvæði.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna–Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.


Fyrirvari


Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall.

Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

 


slg

 


  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði