Nýja sálmabókin kemur út

14. október 2022

Nýja sálmabókin kemur út

Nýja sálmabókin

Lengi hefur verið beðið eftir því að ný sálmabók komi út, en sú sem nú er í notkun hefur fengið við sig viðbæti nokkrum sinnum.

Mikil vinna liggur að baki útgáfunni og nú er hún loksins komin til landsins.

Í sálmabókinni eru 795 sálmar og er mikil breidd í vali á sálmunum.

Í bókinni eru kjarnasálmar kirkjunnar ásamt nýjum sálmum sem margir hafa orðið til á síðustu árum.

Sálmarnir endurspegla fjölbreytt helgihald kirkjunnar við mismunandi aðstæður.

Lög sálmanna sýna afar fjölbreyttan tónlistarstíl.

Öll lögin eru hljómsett.

Kóralbók, sem er nótnabók fyrir organista og hljómabók hafa einnig verið útbúnar og verður hægt að nálgast þær mjög fljótlega.

Þann 13. nóvember næst komandi verður sálmabókin formlega tekin í notkun með bæn og blessun biskups Íslands í útvarpsmessu.

Að sjálfsögðu getur hver kirkja hafið notkun á henni strax og hún berst söfnuðunum.

 

slg



  • List og kirkja

  • Menning

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Kirkjustarf

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.