Tónlistarsjóður kirkjunnar og STEFs auglýsir eftir umsóknum um styrki.

19. október 2022

Tónlistarsjóður kirkjunnar og STEFs auglýsir eftir umsóknum um styrki.

Tónlistarsjóður kirkjunnar og STEFs auglýsir eftir styrkumsóknum og skulu umsóknir sendar á netfangið: tonlistarsjodur@kirkjan.is

Samkvæmt stofnskrá sjóðsins er markmið hans að efla kirkjulega tónlist og textagerð við slíka tónlist.

Sjóðurinn styrkir frumsköpun tónlistar og texta, útsetningar og útgáfu og önnur þau verkefni sem samræmast tilgangi sjóðsins.

Ekki eru veittir styrkir til tónleikahalds.

Sjóðurinn notar ekki sérstakt umsóknareyðublað, en eftirfarandi atriði skulu koma fram í umsókn.

Hnitmiðuð og greinargóð lýsing á verkefninu, textaval tilgreint ef um sungna tónlist er að ræða, sundurliðuð kostnaðaráætlun og styrkupphæð sem óskað er eftir.

Vönduð umsókn stuðlar að góðri niðurstöðu.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 13. nóvember.

Úthlutun styrkja verður í desember.



Stofnskrá  Tónlistarsjóðs kirkjunnar og STEFs var formlega undirrituð í Neskirkju 2. apríl s.l.

Sjóðurinn auglýsti fyrst eftir umsóknum um styrki í vor og var fyrsta úthlutun í júní.

Úthlutað var til tólf verkefna, en 22 umsóknir bárust og voru þær af margvíslegum toga.

Alls var úthlutað 3.480.000 krónum.

Í stjórn sjóðsins sitja: Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og er hún formaður, Hilmar Örn Agnarsson, fulltrúi Stefs og sr. Davíð Þór Jónsson, fulltrúi biskups.

slg





Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Auglýsing

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall