Kirkjuþing sett á laugardaginn

20. október 2022

Kirkjuþing sett á laugardaginn

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings - mynd slg

Kirkjuþing verður sett laugardaginn 22.október og er þetta 64. kirkjuþingið.

Fjörutíu og eitt mál hafa verið lögð fram og mun þingið standa til þriðjudags.

Því verður síðan fram haldið í mars á næsta ári.

Fréttaritari kirkjan.is hitti Drífu Hjartardóttur forseta Kirkjuþings á Biskupsstofu í vikunni og spurði hana um hvað væru að hennar mati mikilvægustu málin sem nú liggja fyrir Kirkjuþingi.

Drífa sagði:

„Það sem mér finnst mikilvægast eru æskulýðsmálin og fræðslustefnan.

Það er það mikilvægasta sem við eigum að gera núna að höfða til unga fólksins, barnanna og foreldranna.

Þetta er alveg gríðarlega flott stefna sem er komin og það verður gaman að fylgjast með þessu í framtíðinni.

Þetta er það allra mikilvægasta sem kirkjan þarf að vinna að núna, númer eitt tvö og þrjú hjá okkur er að sinna fræðslumálunum.“

Ég hef svo mikla trú á henni Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur fræðslustjóra kirkjunnar, sem er að vinna að þessu.

Þetta er svo flott vinna hjá henni.

Hún og Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Biskupsstofu hafa verið að kynna þetta út um landið og þetta er svo flott efni.

Við eigum eftir að samþykkja stefnuna á kirkjuþingi og veita fé í hana.

Þetta kostar peninga, en við verðum svo sannarlega að setja þetta í forgang.

Við eigum að leggja mesta áherslu á þetta.

Þetta er mikilvægasti málaflokkurinn í dag.“

 

Er einhver önnur mál sem þér finnast mikilvæg.


„Já, það er auðvitað mikið verk að breyta starfsreglum.

Það hefur verið nefnd í því að hreinsa til og laga og gera allt skilvirkara og einfaldara.

Það er mjög fín vinna sem hefur verið unnin í því.

Svo eru þessi venjulegu mál á dagskrá, bæði sameining sókna og sameining prestakalla.

Þetta er mjög góð þróun.

Það eru þrjár tillögur um sameiningar sókna núna.

Ein þeirra er meira að segja heima hjá mér.

Við viljum sameina Keldnakirkju og Odda.

Um það var alger samstaða.

Safnaðarfólk mætti gera meira af þessu, en frumkvæðið verður að koma frá heimafólki.

Það er mjög mikilvægt að fólk hugsi um þetta víðar.

Svo er verið að sameina fyrir norðan, Hof og Hofsós annars vegar og Breiðabólsstað og Hvammstanga hins vegar.

Síðan eru lagðar til sameiningar prestakalla í Skagafirði og Þingeyjarsýslu.

Sameining prestakalla er líka mjög mikilvæg.

Það gerir starfið allt miklu skilvirkara, þá geta prestarnir hagrætt hjá sér og skipt með sér verkum og  sem er mjög mikilvægt.“



Miklar breytingar hafa orðið í kirkjunni núna meðan þú hefur setið á Kirkjuþingi og mestar núna síðast liðin fjögur ár.
Hverjir finnst þér vera aðalkostirnir við þessar breytingar?


„Mér finnst það vera að löggjöfin er einfaldari en hún var.

Núna ráðum við okkur sjálf.

Þess vegna er svo miklvægt að við vöndum okkur.

Þetta er erfitt.

Þetta eru eins og fæðing og henni fylgja fæðingarhríðir.

Þetta tekur tíma.

Þetta er ekki gert bara einn tveir og þrír.

Þess vegna þurfum við að vanda okkur vel.

En í þessi felast mikil tækifæri.“


Í hverju felast þau tækifæri?

„Þau felast í því að kirkjan skoði sig upp á nýtt, en vinni að sjálfsögðu á sínum góða grunni.

Það eru alltaf einhverjar breytingar.

Kirkjan þarf að fylgjast vel með og hún þarf að láta í sér heyra.

Kirkjan þarf að vera þátttakandi í samfélaginu.

Það hefur hún alltaf gert, en ekki síst nú á dögum er mikilvægt að hún láti í sér heyra.“

 

Áttu við að hún þurfi að hafa afskipti af þjóðfélagsmálum?

„Já, láta í sér heyra.

Ef henni misbýður eitthvað þá á hún að láta í sér heyra.

Það er alltaf verið að tala um fækkun í Þjóðkirkjunni en það eru þó yfir 200.000 manns í henni sem er ekkert lítið.

Hún hefur mikil áhrif.

Þjóðskrá er alltaf að tala um fækkun i Þjóðkirkjunni en minnist ekki á allan þann fjölda innflyjenda, sem hefur flust til landsins og eru þar af leiðandi ekki í Þjóðkirkjunni og ekki í öðrum kirkjum.

Þetta eru tugir þúsunda.

Það þarf að höfða til þessa fólks og kirkjan býður öll velkomin.

Allir eiga aðgang að Þjóðkirkjunni.

Það var afar mikilvægt í samningnum við ríkið að kirkjan myndi sinna öllu landinu.

Ég veit ekki hvað þyrfti marga félagsfræðinga eða sálfræðinga ef kirkjan væri ekki að sinna því sem hún er að sinna og væri ekki eins sterk og hún er.

Þetta er svo mikill auður.

Við eigum svo mikinn mannauð, prestar, djáknar, kórafólk og öll þau sem eru að vinna fyrir kirkjuna.

Öll eru að vinna fyrir kirkjuna sína af elskusemi.

Það er svo gaman að upplifa það.

Allir elska sína kirkju og vilja halda henni vel við.

Þetta gleymist svo oft í umræðum um kirkjuna.

Svo halda sumir að Þjóðkirkjan eigi allar kirkjur í landinu.

Þjóðkirkjan á aðeins eina kirkju og það er Skálholtsdómkirkja.

Allar aðrar kirkjur eru sóknarkirkjur þar sem söfnuðurinn hugsar um sína kirkju.

Sóknarnefndarfólkið eru varðmenn sinna kirkna, sem heldur uppi sinni kirkju í sjálfboðavinnu.

Fyrir það verður aldrei fullþakkað.


slg










  • Fræðsla

  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði