Hallgrímsdagar á hausti í haldnir í fyrsta sinn

24. október 2022

Hallgrímsdagar á hausti í haldnir í fyrsta sinn

Um helgina verða haldnir Hallgrímsdagar á hausti í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Tilefnið er að nú nálgast ártíð Hallgríms Péturssonar  sálmaskálds, sem lést 27. október árið 1674.

Dagskráin hefst fimmtudaginn 27. október kl. 20:00 á því að Torfi K. Stefánsson Hjaltalín flytur erindi, en hann vinnur nú að ritun ævisögu Hallgríms.

Laugardaginn 29. október kl. 16:00 flytur tríóið Sírajón verk eftir Katchaturian, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson.

Sunnudaginn 30. október kl. 20:00 verður kvöldmessa í Hallgrímskirkju á Saurbæ.

Þar mun sr. Þóra Björg Sigurðardótir prestur á Akranesi þjóna fyrir altari og sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti prédikar.

Kór Saurbæjarprestakalls leiðir söng og Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari syngur.

Organisti er Zsuzanna Budai.

Fréttsaritari kirkjan.is hafði samband við Margréti Bóasdóttur Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar og ábúanda á Saurbæ og spurði hana um þessa vönduðu menningardagskrá og hver aðdrandi að henni væri.

Margrét sagði:

„Þann 27. október í fyrra var fræðsluskilti um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur, konu hans, afhjúpað á hlaðinu í Saurbæ.

Í kjölfarið á því kom upp sú hugmynd að vera með árlega dagskrá í kirkjunni, í kringum þennan dag.

Við ræddum um þetta, sóknarnefndin og prestarnir, að það væri ánægjulegt að nota fleiri tækifæri til að halda minningu Hallgríms á lofti og þá lagði ég til hvort við ættum ekki að stefna að því að vera með árlega dagskrá í kringum þennan dag.

Núna erum við svo að gera þetta í fyrsta sinn og ætlum að láta þetta heita Hallgrímsdaga, eða jafnvel Hallgrímsdaga á hausti.“

Hvað geturðu sagt um innhald dagskrárinnar?

„Torfi K. Stefánsson Hjaltalín vinnur nú að því að rita ævisögu Hallgríms og mun hann lesa upp úr óbirtu verki sínu fimmtudagskvöldið 27. október, og svara spurningum.

Þá mun Benedikt Kristjánsson, tenórsöngvari syngja einsöng, en hann mun einng syngja með Kirkjukór Saurbæjarprestakalls hins forna þar sem Zsuzsanna Budai er stjórnandi.

Á laugardaginn kl. 16.00 verða tónleikar í kirkjunni.

Þar mun tríóið Sírajón flytja íslenska og erlenda tónlist.

Tríóið skipa Laufey Sigurðardóttir sem leikur á fiðlu, Einar Jóhannesson, sem leikur á klarinett og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari.

Á sunnudaginn verður svo kvöldmessa kl. 20.00 þar sem Benedikt Kristjánsson, tenórsöngvari og Kór Saurbæjarprestakalls syngja og Zsuzsanna Budai leikur undir.

Sr. Kristján Valur Ingólfsson predikar og sr. Þóra Sigurðardóttir þjónar fyrir altari.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju