Fréttir af kirkjuþingi

25. október 2022

Fréttir af kirkjuþingi

Kirkjuþing 2022 -mynd slg

Fyrri umræðu er nú lokið á kirkjuþingi og nú eru hafnir nefndafundir fyrir síðari umræðu.

Þó nokkur mál voru afgreidd frá kirkjuþingi eftir aðeins eina umræðu.

Þessi mál eru nú afgreidd frá kirkjuþingi 2022-2023, en flest þeirra eru um starfsreglur sem starfsreglunefnd kirkjuþings vann til að uppfæra og einfalda.


13. mál, sem er um breytingar á starfsreglum um kjaranefnd Þjóðkirkjunnar.

23. mál, sem er um breytingar á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum.

Þetta varðar sameiningu á Breiðabólstaðar- og Hvammstangasókn í Húnavatnsprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Heiti sóknarinnar er Hvammstangasókn.

Hofs- og Hofsósssóknir í Hofsóss- og Hólaprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi sameinast.

Heiti sóknarinnar er Hofsósssókn.

Keldna- og Oddasóknir í Oddaprestakalli, Suðurprófastsdæmi sameinast.

Heiti sóknarinnar er Odda- og Keldnasókn.

Starfsreglur þessar taka gildi 30. nóvember 2022.

31. mál. Starfsreglur um djákna.

32. mál. Starfsreglur um ráðgjafarnefnd um kenningarleg málefni.

33. mál. Starfsreglur um vígslubiskupa.

34. mál. Starfsreglur um biskupafund.

35. mál. Þingsályktun um stefnur Þjóðkirkjunnar, sem er einfaldlega um að stefnur Þjóðkirkjunnar haldi gildi sínu eftir því sem við á.

37 .mál. Starfsreglur um sérþjónustupresta sem ráðnir eru á vegum stofnana og félagasamtaka.

38. mál. Starfsreglur um Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

40. mál. Starfsreglur um áframhaldandi gildi starfsreglna Þjóðkirkjunnar.

41. mál. Þingsályktun um brottfall starfsreglna.

Nánar má sjá um öll þessi mál á vef kirkjuþings.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall