Fréttir af kirkjuþingi

25. október 2022

Fréttir af kirkjuþingi

Kirkjuþing 2022 -mynd slg

Fyrri umræðu er nú lokið á kirkjuþingi og nú eru hafnir nefndafundir fyrir síðari umræðu.

Þó nokkur mál voru afgreidd frá kirkjuþingi eftir aðeins eina umræðu.

Þessi mál eru nú afgreidd frá kirkjuþingi 2022-2023, en flest þeirra eru um starfsreglur sem starfsreglunefnd kirkjuþings vann til að uppfæra og einfalda.


13. mál, sem er um breytingar á starfsreglum um kjaranefnd Þjóðkirkjunnar.

23. mál, sem er um breytingar á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum.

Þetta varðar sameiningu á Breiðabólstaðar- og Hvammstangasókn í Húnavatnsprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Heiti sóknarinnar er Hvammstangasókn.

Hofs- og Hofsósssóknir í Hofsóss- og Hólaprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi sameinast.

Heiti sóknarinnar er Hofsósssókn.

Keldna- og Oddasóknir í Oddaprestakalli, Suðurprófastsdæmi sameinast.

Heiti sóknarinnar er Odda- og Keldnasókn.

Starfsreglur þessar taka gildi 30. nóvember 2022.

31. mál. Starfsreglur um djákna.

32. mál. Starfsreglur um ráðgjafarnefnd um kenningarleg málefni.

33. mál. Starfsreglur um vígslubiskupa.

34. mál. Starfsreglur um biskupafund.

35. mál. Þingsályktun um stefnur Þjóðkirkjunnar, sem er einfaldlega um að stefnur Þjóðkirkjunnar haldi gildi sínu eftir því sem við á.

37 .mál. Starfsreglur um sérþjónustupresta sem ráðnir eru á vegum stofnana og félagasamtaka.

38. mál. Starfsreglur um Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

40. mál. Starfsreglur um áframhaldandi gildi starfsreglna Þjóðkirkjunnar.

41. mál. Þingsályktun um brottfall starfsreglna.

Nánar má sjá um öll þessi mál á vef kirkjuþings.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls