Kosið í nefndir á kirkjuþingi

25. október 2022

Kosið í nefndir á kirkjuþingi

Fræmkvæmdanefnd kirkjuþings -mynd slg

Á síðasta degi fyrsta hluta kirkjuþings var kosið í nefndir á vegum kirkjuþings.

Í framkvæmdanefnd kirkjuþings voru kosin Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, sr. Axel Árnason Njarðvík, og Einar Már Sigurðsson.

Formaður var kosin Anna Guðrún Sigurvinsdóttir.

Fyrsti varamaður leikmanna verður Árni Helgason og annar varamaður verður Konráð Gylfason.

Varamaður vígðra er sr. Arna Grétarsdóttir.

 

Í kenninganefnd Þjóðkirkjunnar tilnefnir kirkjuþing einn fulltrúa og annan til vara.

Nefndina skipar Biskup Íslands.

Kosin voru:

Aðalmaður: Arnfríður Einarsdóttir, lögfræðingur og Einar Karl Haraldsson, ráðgjafi til vara.

Í kirkjugarðaráð kaus kirkjuþing einn fulltrúa Smára Sigurðsson, framkvæmdastjóra kirkjugarða Akureyrar og einn til vara Önnu Kristjánsdóttur starfsmann hjá Akraneskirkju.

Í úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar tilnefndi Biskup Íslands formann og varaformann.

Þau verða Berglind Svavarsdóttir, hrl. og Einar Hugi Bjarnason, hrl.

Kirkjuþing kaus tvo fulltrúa og tvo til vara.

Aðalmenn verða Elsa Þorkelsdóttir, lögfræðingur og sr. Hreinn S. Hákonarson.

Varamenn verða Sigrún Benediktsdóttir, lögfræðingur og sr. Birgir Ásgeirsson.

Frestað var fram í nóvember að kjósa í Jafnréttisnefnd Þjóðkirkjunnar.

slg


  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall