Mál sem afgreidd voru frá kirkjuþingi eftir aðra umræðu

25. október 2022

Mál sem afgreidd voru frá kirkjuþingi eftir aðra umræðu

Sextugasta og fjórða kirkjuþing Þjóðkirkjunnar var sett laugardaginn 22. október s.l.

Nokkur mál voru samþykkt eftir aðeins eina umræðu og birtust þau á kirkjan.is  í morgun.

Síðdegis í dag þriðjudag lauk síðari umræðu um þau mál sem ákveðið var að taka fyrir á þessum hluta þingsins.

Nokkur mál bíða fram í nóvember og enn önnur bíða fram í mars.

Þau sem samþykkt voru eftir aðra umræðu voru:

5. mál sem var um sameiningu þriggja prestakalla í Þingeyjarsýslu, Húsavíkurprestakall, Skútustaðaprestakall og Grenjaðarstaðarprestakall.

Var sú tillaga samþykkt óbreytt.

6. mál sem var tillaga um sameiningu allra prestakalla í Skagafirði í eitt prestakall, Skagafjarðarprestakall var samþykkt óbreytt.

Tekur það gildi 1. janúar 2023.

7. mál sem var um breytingu á vímuvarnarstefnu Þjóðkirkjunnar.

Eftirfarandi breytingartillaga var gerð um þetta mál og var hún samþykkt.

Benda starfsmanni á meðferðarúrræði og jafnframt að skrá atferli hans og veita skriflegt tiltal eða áminna starfsmann ef við á.

Ef starfsmaður bætir ekki ráð sitt má gera ráð fyrir að honum verði sagt upp störfum.

10. mál um fræðslustefnuna var samþykkt óbreytt og fagnaði allsherjarnefnd því og leggur til að fræðslustefnan verði samþykkt og henni tryggt nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda til næstu fjögurra ára, eða til þess tíma sem þessi fræðslustefna gildir.

11. mál sem var um skráningu sóknarbarna.

Þetta mál var samþykkt með eftirfarandi breytingartillögu.

Síðasta setning tillögunnar hljóði svo: Niðurstaða starfshópsins verði prestum og öðru starfsfólki til ráðgjafar í þeim efnum


16. mál sem var um breytingu á starfsreglum um söfnuði og sóknarnefndir.

Við málið kom fram eftirfarandi breytingartillaga sem var samþykkt.

Við 6. gr. starfsreglnanna bætist ný málsgrein, 7. mgr., sem hljóðar svo:

Þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. 3. gr. er aðalsafnaðarfundi heimilt að kjósa leikmann til starfa í sóknarnefndinni sem tilheyrir annarri sókn samkvæmt lögheimilisskráningu.

Kosningarréttur er þó ávallt bundinn lögheimilisskráningu.

Þrátt fyrir það skal meirihluti sóknarnefndar ávallt skipaður leikmönnum sem tilheyra sókninni samkvæmt lögheimilisskráningu.

Leikmaður verður að uppfylla almenn skilyrði til þess að geta tekið sæti í sóknarnefnd.

Leikmaður getur aðeins starfað í einni sóknarnefnd hverju sinni.


19. mál sem var um að forsætisnefnd skipi nefnd til að endurskoða starfsreglur um presta.

Var það samþykkt með eftirfarandi breytingartillögu.

Í stað orðanna „að beina því til forsætisnefndar að skipa þriggja manna starfshóp til að endurskoða starfsreglur um presta“ koma orðin „að vísa endurskoðun á starfsreglum um presta til starfsreglunefndar.“

20. mál, sem var um að Þjóðkirkjan og söfnuðir Þjóðkirkjunnar geri Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarvísi alls starfs.

Þessi tillaga var samþykkt óbreytt.


28. mál, sem var um æskulýðsmál.

Málið var samþykkt með eftirfarandi breytingartillögu.

Kirkjuþing 2022-2023 samþykkir að vísa því til Biskups Íslands að við undirbúning vígðra þjóna verði sérstök áhersla lögð á að efla þau til að annast æskulýðsstarf fyrir ólíka aldurshópa og vera sjálfstæðir í sínum störfum.

Nefndinni þótti rétt að tillagan næði til allra vígðra þjóna en ekki eingöngu presta.

29. mál sem var um um eftirfylgni við nýja presta og djákna.

Það var samþykkt óbreytt.

36. mál sem var um úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar.

Var samþykkt óbreytt

39. mál sem var tillaga að starfsreglum um presta.

Var það samþykkt óbreytt.

42. mál, sem var um að kirkjuþing skipi starfshóp til að koma með tillögu að framtíðarhúsnæði fyrir þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar.

Fjárhagsnefnd fagnaði sérstaklega því, sem gert er ráð fyrir í greinargerðinni, að þarfagreiningin verði unnin í samstarfi við starfsfólk þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar.



slg



  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju