Mattheus ungi í Grafarvogskirkju

26. október 2022

Mattheus ungi í Grafarvogskirkju

Mattheus ungi sem er stutt leikræn aðlögun, unnin upp úr Mattheusarpassíunni eftir J.S. Bach fer fram í Grafarvogskirkju þann 29. október kl. 16:00.

Verkið verður einnig flutt í Eldborgarsal Hörpu þann 5. nóvember kl 15:00.

Markmiðið sýningarinnar er að kynna verkið fyrir nýjum áheyrendahópum frá 8 til 9 ára aldri og leyfa þeim sem til þekkja að uppgötva verkið upp á nýtt.

Texti passíunnar er tekinn úr 26. og 27. kapítula Mattheusarguðspjalls og við það bætast hugleiðingar um píslarsögu Jesú Krists eftir þýska skáldið Picander og þekktir lútherskir sálmar.

Í Mattheusi unga flytja 5 einsöngvarar, 3 hljóðfæraleikarar og kór sum fegurstu brotin úr passíunni um leið og söguþráðurinn og verkið sjálft eru kynnt á aðgengilegan hátt í meðförum tveggja leikara.

Leikgerðina gerði hollenski leikstjórinn Albert Hoex en Mattheusarpassían skipar sérstakan sess í hugum margra Hollendinga.

Albert Hoex vann með íslensku flytjendunum að uppfærslunni.

Íslenska þýðingu á leikgerðinni gerðu Anna Vala Ólafsdóttir og Salka Guðmundsdóttir.

Flytjendur eru Ágúst Ólafsson barítón, Bryndís Guðjónsdóttir, sópran, Freyja Björk Guðmundsdóttir leikkona, Guja Sandholt listrænn stjórnandi og söngkona, Gunnar Guðbjörnsson, tenór, Hafsteinn Þórólfsson barítón og Hátíðakór Óperudaga.

Kórstjóri, organisti og píanisti er Lára Bryndís Eggertsóttir.

Aðrir flytjendur eru Heleen Vegter píanisti, Haukur Gröndal saxófónleikari, Jana María Guðmundsdóttir leik- og söngkona, Kolfinna Orradóttir leikari og Þórir Jóhannsson bassaleikari.

Flutningurinn tekur rétt rúma klukkustund en hann er á vegum Óperudaga.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði, Kristnisjóði og Tónlistarsjóði og í samstarfi við Grafarvogskirkju.

Tilvalið er að minna á viðburðinn, fyrir unglinga í fermingafræðslu og einnig fá börn undir 12 ára aldri til að koma á sýninguna.



slg


  • Ferming

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall