Listahátíð barnanna í Bústaðakirkju

27. október 2022

Listahátíð barnanna í Bústaðakirkju

Bústaðakirkja í bleikum bjarma

Listahátíð barnanna fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. október kl. 11:00.

Barnakór frá Tónlistarskólanum TónGraf, sem starfar í Bústaðakirkju, mun syngja undir stjórn Auðar Guðjónsen.

Jónas Þórir kantor kirkjunnar verður á hammondinu og flyglinum og barnasálmar verða sungnir.

Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi leiðir stundina ásamt séra Þorvaldi Víðissyni og leiðtogum.

Biblíusaga verður sögð, kíkt verður í fjársjóðskistuna og bænir beðnar.

Að lokinni barnamessu verður ávaxtastund í safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp á liti og iðju við hæfi barnanna.

Tónlist eftir W. A. Mozart verður í fyrirrúmi sama dag í guðsþjónustu í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. október kl. 13:00.

Um er að ræða síðasta sunnudaginn í bleikum október, en dagskráin í kirkjunni í október hefur tekið mið af baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Prestamarsinn úr Töfraflautunni verður forspil í messunni.

Ave verum corpus verður sungið, Laudate Dominum, Lacrimosa og sálmar með tónlist Mozarts.

Þessi tónlistarveisla verður í boði Kammerkórs Bústaðakirkju sem syngur undir stjórn Jónasar Þóris kantors.

Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.

Svava Kristín Ingólfsdóttir og Anna Klara Georgsdóttir syngja dúett og Margrét Hannesdóttir, Guðjón V. Stefánsson og Bernedetta Hegyi syngja einsöng.



slg


  • Barnastarf

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði