Prjónamessa til styrktar Úkraínu

28. október 2022

Prjónamessa til styrktar Úkraínu

Vopnafjarðarkirkja

Eins og alþjóð veit hefur úkraínska þjóðin þjáðst mikið í yfir átta mánuði, allt frá því að innrás Rússa varð að veruleika í febrúar síðast liðnum.

Við Íslendingar höfum boðið flóttafólk frá Úkraínu velkomið hingað til lands, en ennþá eru margir sem búa við hræðilegt stríðsástand.

Hermenn landsins berjast af mikilli festu.

Úkraínska þjóðin vill frelsi og betri framtíð.

Nú fer vetur að ganga í garð og þeir geta orðið kaldir á þessum slóðum.

Eitt af því sem skortir er á er hlýr fatnaður og því var hrundið af stað framtakinu Sendum hlýju frá Íslandi sem felst í því að prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu.

„Þannig getum við öll gert gagn“ segir á vef átaksins.

Kirkjufólk um allt land tekur að sjálfsögðu þátt í þessu verkefni sem brátt fer að ljúka.

Til að styðja við þetta verkefni verður prjónamessa haldin í Vopnafjarðarkirkju sunnudaginn 30. október kl. 14:00.

Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir sóknarprestur á Vopnafirði segir að í messunni verði safnað fyrir lopasokkum fyrir verkefnið "Sendum hlýju frá Íslandi".

„Einnig er fólki velkomið að koma með sína eigin prjóna, en það verða líka prjónar og garn á staðnum, sem fólk getur gripið í og það má endilega prjóna í messunni“ segir sr. Þuríður.

Í messunni mun kór Vopnafjarðar- og Hofskirkju syngja undir stjórn Stephen Yates.

„Etir messuna verður prjónakaffi í boði og hlýtt samfélag í safnaðarheimilinu og að sjálfsögðu eru öll velkomin“ sagði sr. Þuríður að lokum.

slg



  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Úkraína

  • Flóttafólk

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju