Fyrsti kvenbiskup Norðurlanda látin

31. október 2022

Fyrsti kvenbiskup Norðurlanda látin

Rosemarie Köhn

Rosemarie Köhn fyrsti kvenbiskup Norðurlanda er látin 83 ára að aldri.

Hún var biskup í Hamar biskupsdæmi í Noregi frá 1993 til 2006.

Hún lætur etir sig eiginkonu, Susanne Sönderbo.

Rosemarie Köhn var afar vinsæl og sagt er á vef norsku kirkjunnar að hún hafi unnið hjörtu fólks með nærveru sinni og kærleiksríku viðmóti.

 

Kristin Gunleiksrud Raam leiðtogi kirkjuráðsins segir að hún hafi leitt norsku kirkjunna til mikilla breytinga.

 

"Hún opnaði kirkjuna fyrir þjóðinni með boðun sinni og lífsafstöðu, brosi og hlýju.

Þar sem hún var fyrsti kvenbiskupinn var hún brautryðjandi sem opnaði leið fyrir fleiri konur í biskupsþjónustu.

Hún gaf hinsegin fólki rými í kirkjunni og mörgum öðrum sem fundu sig ekki heima í kirkjunni.

 

Olav Fykse Tveit höfuðbiskup Norðmanna minnist Rosemarie Köhn á vef norsku kirkjunnar og segir:

 

„Þegar Rosemarie Köhn var valin biskup var það upphaf á mikilvægu skeiði í líf norsku kirkjunnar.

Hún varð að táknmynd fyrir hina opnu þjóðkirkju og brautryðjandi fyrir konur í hlutverki kirkjuleiðtoga í Noregi og á öllum Norðurlöndum“

Og áfram heldur Olav:

„Hún reyndi það á eigin skinni hversu mikilvægt það var fyrir norsku kirkjuna að vera opin og að hún skapaði rými fyrir alla.

Það boðaði hún bæði í orði og á borði með því hvernig hún kom fram við fólk.

Hún var afar mikilvægur biskup sem á sínum tíma opnaði kirkjuna fyrir fleirum.

Við óskum henni friðar.“

sagði Olav Fykse Tveit.

 

Solveig Fiske, sem hefur nú nýlega látið af störfum sem biskup í Hamar eftir sextán ára þjónustu sem biskup segir um Rosemarie:

„Hún gekk á undan okkur öllum og varð fyrsti kvenbiskupinn.

Með vígslu hennar rættist langþráður draumur um að jafnrétti yrði náð meðal leiðtoga norsku kirkjunnar.

Þannig breytti hún kirkjusögunni“

 

slg


  • Biskup

  • Andlát

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði