Mannréttindavetur í Grafarvogskirkju

1. nóvember 2022

Mannréttindavetur í Grafarvogskirkju

Grafarvogskirkja mun leggja áherslu á það í vetur að vekja athygli á mannréttindum fólks í hinum ýmsu aðstæðum.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Guðrúnu Karls- Helgudóttur sóknarprest í Grafarvogskirkju og spurði hana um þetta framtak.

Hún sagði að

„ í vetur verði svo kölluð mannréttindakvöld einu sinni í mánuði og tökum við fyrir ýmis málefni.

Fyrir jól eru það hinsegin mannréttindi, mannréttindi fólks með fötlun og mannréttindi barna.

Eftir jól tökum við fyrir mannréttindi flóttafólks, við ætlum að ræða um jafnrétti/kynbundið ofbeldi, mannréttindi flóttafólks, borgaraleg réttindi og mannréttindi eldri borgara.

Á hverju mannréttindakvöldi eru fyrirlesarar sem þekkja málaflokkinn vel og einhver frá kirkjunni síðan gefst kostur á umræðum og alltaf verður tónlistaratriði til að lífga upp á stemmninguna.

Á mannréttindakvöldum verður lögð áhersla á að skoða mannréttindi fyrst og fremst út frá þeim sem þekkja málefnið af eigin raun og reynt að varpa ljósi á það hvernig kirkja og kristni getur lagt sitt af mörkum þegar kemur að mannréttindum ýmissa hópa.

Kristur lét sig mannréttindi varða og það gerir kristin kirkja einnig“

sagði sr. Guðrún að lokum.

Næsta mannréttindakvöld verður fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19:30


slg


  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Flóttafólk

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju