Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar þétta raðirnar

1. nóvember 2022

Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar þétta raðirnar

Bjarni Gíslason, Halldór Kristinn Pedersen og sr. Bjarni Þór Bjarnason

Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar auglýstu í fyrri viku að góður heimilismatur yrði á boðstólum í Grensáskirkju á siðbótardaginn 31. október þar sem fólki gæfist kostur á að styrkja hjálparstarfið.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Bjarna Gíslason forstöðumann Hjálparstarfs kirkjunnar og spurði um aðdraganda þessa viðburðar.

Bjarni sagði að

„aðdragandinn væri sá að sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju hafi komið með þá hugmynd að mynda óformlegan hóp sem væri stuðningshópur fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Hugmyndin var að hópurinn gæti hist stutt í hádeginu, borðað saman og rætt málefni Hjálparstarfsins og hvernig hver og einn og hópurinn í heild sinni gæti stutt við starfið."

Í gær hittist hópurinn í fyrsta sinn og þar var Hjálparstarfið kynnt óformlega og rætt um mikilvægi innanlandsaðstoðar, sérstaklega nú fyrir jólin.

Fréttaritari kirkjan.is spurði sr. Bjarna Þór um þetta framtak og svaraði hann því á þá leið

„að þetta væri á algjörum byrjunarreit og að frumkvæði fólks sem vill styðja starfið, en ekki er enn fullmótað hvernig þetta á að vera.

Fólkið sem er með mér í þessu eru sr. Þorvaldur Víðisson, Halldór Kristinn Pedersen og Erik Pálsson.

Ég vil endilega að þau sem eru í hópnum ráði ferðinni og stýri þessu að mestu leyti“ sagði sr. Bjarni.

Á borðum voru dýrindis íslenskar kjötbollur með kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og brúnni sósu.

Auk þess var með þessu dýrindis rabbarbarasulta.

Í eldhúsinu voru Bent Pedersen og Kolbrún Guðjónsdóttir, sem unnu alla vinnuna í sjálfboðaliðavinnu.

Næsti hádegisverður verður mánudaginn 28. nóvember.

Þá verður aðventu/jólamatur á borðum og verða þau sem vilja njóta matarins að tilkynna sig í síðasta lagi 23. nóvember á netfangið help@help.is


slg



Myndir með frétt

Kolbrún og Bent
Matur
  • Kærleiksþjónusta

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Söfnun

  • Hjálparstarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði