Fólkið í kirkjunni

2. nóvember 2022

Fólkið í kirkjunni

Jenný Lind, Guðrún,Hallbjörg yngri og Hallbjörg eldri

Á Skagaströnd starfar öflugur kirkjukór undir stjórn organistans Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur.

Fólkið í kirkjukórnum er mjög trygglynt og ein af konunum í kórnum hefur sungið þar í tæp sjötíu ár, eða frá því að hún var 16 ára gömul.

Þetta er Guðrún Sigurðardóttir.

Það væri sjálfsagt ekki í frásögur færandi að fólk sýndi kirkjunni sinni trygglyndi ef ekki væri svo að bæði dóttir Guðrúnar, dótturdóttir og barnabarnabarn hennar syngja líka í kórnum.

Guðrún hefur eins og áður segir sungið í kórnum í tæp sjötíu ár, Hallbjörg Jónsdóttir, eldri í tuttugu og fimm ár, Jenný Lind Sigurjónsdóttir í sjö ár og Hallbjörg Jónsdóttir, yngri byrjaði í haust.


Kórinn heitir Kór Hólaneskirkju og starfar á Skagaströnd.

Í kórnum eru 28 meðlimir sem eru tæp 6% bæjarbúa, en meðal þeirra eru nokkrir meðlimir sem hafa sungið í tugi ára.

Hugrún Sif hefur stjórnað þeim undanfarin 18 ár.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Hugrúnu Sif og hafði hún þetta að segja:

“Ég held að fáir kórar hafi fjóra ættliði innanborðs og þaðan af síður manneskju sem hefur sungið hátt í 70 ár og skilað margföldu ævistarfi af samfélagsþjónustu og gefur hinum yngri ekkert eftir.

Svona fólk á auðvitað að fá fálkaorðu,”

segir Hugrún Sif létt í bragði en hún fékk meðal annars fimm ungar og kraftmiklar stelpur í kórinn í haust, sem hún er mjög þakklát fyrir.

slg


  • Leikmenn

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Sjálfboðaliðar

  • Tónlist

  • Kirkjustarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði