Öflugt barna- og æskulýðsstarf í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

4. nóvember 2022

Öflugt barna- og æskulýðsstarf í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Við upphaf kirkjuþings í haust tók fréttaritari kirkjan.is viðtal við forseta kirkjuþings Drífu Hjartardóttur og hafði hún þetta að segja um mikilvæg málefni á kirkjuþingi:

„Það sem mér finnst mikilvægast eru æskulýðsmálin og þessi stefnumótun í þeim málum.

Það er það mikilvægasta sem við eigum að gera núna að höfða til unga fólksins, barnanna og foreldranna.

Þetta er alveg gríðarlega flott stefna sem er komin og það verður gaman að fylgjast með þessu í framtíðinni.

Þetta er það allra mikilvægasta sem kirkjan þarf að vinna að núna, númer eitt tvö og þrjú hjá okkur að sinna þessum fræðslumálum.“

Það var einstaklega ánægjulegt að heyra þetta og lykillinn að því að barna- og æskulýðsstarf sé öflugt er að hjá kirkjunum eða í prófastsdæmunum sé starfandi æskulýðsleiðtogi.

Fréttaritari kirkjan.is hafði því samband við æskulýðsfulltrúann í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi Sonju Kro og innti hana eftir starfinu í prófastsdæminu.

Sonja segir:

„Í kirkjunum er skemmtilegt og líflegt barnastarf á veturna.

Verkefnin eru fjölbreytt og margvísleg og miðast við aldur og þroska hvers og eins.

Mikið er um leiki, föndur og ýmsa fræðslu.

Börnin fá að njóta sín í uppbyggilegu og jákvæðu umhverfi sem er sinnt af starfsfólki kirknanna.

Öll börn eru hjartanlega velkomin í kirkjuna og vel er tekið á móti þeim."

Og Sonja hélt áfram og sagði frá starfinu í öllum prestaköllum próafastsdæmisins:

„Í Akureyrarkirkju er sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 11:00.

Barna- og æskulýðsstarf er fyrir alla aldurshópa er á  miðvikudögum.

Barnakórar Akureyrarkirkju æfa á fimmtudögum, bæði yngri og eldri kór.

Í Eyjafjarðarsveit er TTT starf á miðvikudögum í Félagsborg.

Í Glerárkirkju er sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 11:00.

Barnastarfið Glerungar eru á mánudögum.

TTT starf er á fimmtudögum og unglingastarf er á fimmtudagskvöldum í samstarfi við KFUM&KFUK.

Æfingar Barna- og Æskulýðskóra Glerárkirkju eru á miðvikudögum.

Í Laufásprestakalli er sunnudagaskóli og barnastarf í Grenivíkurkirkju og Svalbarðskirkju.

Þetta verður auglýst síðar á fésbókarsíðu Laufásprestakalls sem og fjölskyldumessur fyrir unga sem aldna í Þorgeirskirkju í Ljósavatnsskarði.

Í Grenjaðarstaðarprestakalli eru sunnudagaskólar auglýstir á fésbókarsíðu prestakallsins.

Í Húsavíkurprestakalli er sunnudagaskóli í Bjarnahúsi í október og nóvember og fram í byrjun desember.
Námskeið fyrir 10 – 12 ára börn eru á haustönn.

Í Skútustaðaprestakall verður sunnudagaskóli auglýstur á fésbókarsíður kirkjunnar.

Í Langanes- og Skinnastaðarprestakalli er sunnudagaskóli í Þórshafnarkirkju annan hvern sunnudag.
Barnastarf er hvern miðvikudag, Stjörnustund og TTT starf.

Raufarhafnarkirkja er með barnastarf annan hvern laugardag kl. 11:00 fyrir alla aldurshópa.

Í Dalvíkurprestakalli er sunnudagaskóli alla sunnudaga í Dalvíkurkirkju kl. 10:00.

TTT starf er á fimmtudögum og æskulýðsfélag á fimmtudagskvöldum.

Fjölskyldumessur í öðrum sóknum eru ásamt sunnudagaskóla í tengslum við íþróttaskóla í Möðruvallasókn.

Einnig er krakkafjör annan hvern miðvikudag í Stærri-Árskógi og Hrísey í október og nóvember.

Í Ólafsfjarðarkirkju er sunnudagskóli alla sunnudaga.

Fjölskylduguðsþjónustur verða tvær á hvorri önn.

Annað starf auglýst á fésbókarksíðu kirkjunnar.

Í Siglufjarðarkirkju er kirkjuskóli alla sunnudaga kl. 11.15-12.45.
Hann er ætlaður öllum aldurshópum.“

Sonju Kro er þakkað fyrir þessar ítarlegu upplýsingar og starfinu beðið blessunar eins og öllu barna- og æskulýpðsstarfi um allt land.

 

slg



  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Námskeið

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi