Sr. Bolli Pétur settur í embætti

7. nóvember 2022

Sr. Bolli Pétur settur í embætti

Sr. Hans Guðberg, sr. Bolli og sr. Arnór

Á fallegum haustdegi á Vatnsleysuströndinni var nýr prestur í Tjarnaprestakalli, sr. Bolli Pétur Bollason, settur inn í embætti prests í Tjarnarprestakalli við hátíðlega athöfn.


Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi sagði fréttritara kirkjan.is frá athöfninni og sagði að innsetning í embætti sé gamall og táknrænn siður.

"Þá er söfnuðurinn beðinn um að taka á móti hinum nýja presti í kærleika og prófastur „biður presti virkta hjá söfnuði“.

Presturinn er hvattur til að eiga góð samskipti við sóknarbörn sín."

Sr. Hans Guðberg sagði síðan:

„Það var hátíðleg stund á allra heilagra messu í Kálfatjarnarkirkju þar þjónuðu saman auk mín, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg sóknarprestur Tjarnaprestakalls og sr. Bolli Pétur en hann prédikaði einnig.

Í predikuninnin talaði hann um mikilvægi samkenndar, starfið í prestakallinu og mikilvægi þess að við tækjum vel á mólti flóttafólki.

Daníel Arason var við orgelið og Kór Kálfatjarnarkirkju söng undir stjórn hans, en hann er að leysa Erlu Rut Káradóttur af í fjarveru hennar.“


Sr. Hans Guðberg las erindisbréf sr. Bolla Péturs og afhenti honum það.


Að innsetningarmessunni lokinni var boðið í kaffisamsæti í Álfagerði suður í Vogum en Kvenfélagið Fjóla hafði veg og vanda að því.


slg



Myndir með frétt

Sr. Bolli Pétur í predikunarstól Kálfatjarnarkirkju
  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Embætti

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði