Sr. Hafdís sett í embætti

7. nóvember 2022

Sr. Hafdís sett í embætti

Sr. Hafdís Davíðsdóttir

Sr.Hafdís Davíðsdóttir, nýr sóknarprestur í Laufásprestakalli, var sett í embætti við guðsþjónustu í Grenivíkurkirkju í gær að viðstöddu fjölmenni.

Hún prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt prófasti.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Jón Ármann Gíslason prófast og bað hann um að segja frá innsetningunni.

Sr. Jón Ármann sagði:

„Góður rómur var gerður að prédikun hennar sem að mestu var helguð allra heilagra messu og þeirri von og styrk sem samfélagið við Krist gefur.

Þá fjallaði hún um gleði sína og tilhlökkun gagnvart því að vera komin til starfa í prestakallinu.

Og svo var að sjálfsögðu messukaffi?

Jú, að guðsþjónustu lokinni var boðið til glæsilegs kaffisamsætis í grunnskólanum, þar sem Valgerður Sverrisdóttir sóknarnefndarformaður Laufás- og Grenivíkursóknar bauð nýja sóknarprestinn innilega velkomna til starfa.

Þar kom fram að sr.Hafdís er fyrsta konan sem skipuð er sóknarprestur í Laufásprestakalli.

Hún er fædd árið 1992 og eiginmaður hennar er Heiðar Örn Hönnuson.

 

slg



Myndir með frétt

Sr. Hafdís og eiginmaður hennar Heiðar Örn Hönnuson
  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Kirkjustarf

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall