Sr. María Rut Baldursdóttir ráðin

7. nóvember 2022

Sr. María Rut Baldursdóttir ráðin

Sr. María Rut

Biskup Íslands auglýsti nýlega starf prests við Grafarholtsprestakall.

Grafarholtsprestakall er í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og er í nokkru samstarfi við söfnuði Grafarvogs og Árbæjar.

Miðað var við að ráðið yrði í starfið frá 1. janúar 2023.

Sjö sóttu um og valnefnd kaus sr. Maríu Rut Baldursdóttur.

Biskup Íslands hefur staðfest ráðningu hennar.

Þegar Guðríðarkirkja var vígð bjuggu á safnaðarsvæðinu um 5 þúsund manns.

Nú búa á svæðinu samtals 8104 manns.

Miðað við áform borgaryfirvalda má reikna með að mikil fjölgun verði í söfnuðinum á næstum árum.

Sr. María Rut er fædd árið 1985 og ólst fyrst upp á Hólmavík, var tvö ár í Svíþjóð og síðar bjó hún í Njarðvík.

Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 2004.

Samhliða námi sínu æfði hún á fiðlu og lærði söng.

Hún fór til Spánar eftir stúdentspróf og lærði spænsku, auk þess lauk hún miðstigsprófi í söng.

Þá lá leiðin svo í guðfræðideildina og lauk hún B.A. gráðu í guðfræði árið 2010 og var ritgerðarefni hennar um um Messías eftir Handel, boðskapinn í verkinu og guðfræðina.

Árið 2015 útskrifaðist María Rut með mag.theol. próf í guðfræði frá Háskóla Íslands og fjallaði ritgerð hennar um staðgöngumæðrun út frá guðfræðilegu og siðfræðilegu sjónarhorni.

Sr. María Rut er með diplóma í kynfræði frá árinu 2016 og hefur verið í námi í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.

Hún er einnig með diplóma í sálgæslufræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan í júní 2022.

Sr. María Rut var vígð til prestsþjónustu í Bjarnanesprestakalli í Suðurprófastsdæmi árið 2017 og þjónaði þar til í september 2022.

Hún er nú að leysa af í Reynivallaprestakalli.

Einnig hefur sr. María Rut starfað og verið sjálfboðaliði í kirkjunni og t.d séð um barna- og æskulýðsstarf.

Má þar nefna Víðistaðakirkju, Breiðholtskirkju, en lengst af starfaði hún í Njarðvíkurprestakalli.

Sr. María Rut hefur einnig starfað sem tónlistarkennari og kennt söng og á fiðlu.

Hún er gift Eyþóri Grétari Grétarssyni sem starfar í dagvist fyrir fatlaða, Gylfaflöt Grafarvogi.

Þau eiga þrjá syni.

 

slg




Myndir með frétt

María Rut mag.theol.
  • Embætti

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði