Laust starf

10. nóvember 2022

Laust starf

Ólafsvíkurkirkja

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli.

Miðað er við að ráðið verði í starfið frá 1. janúar 2023.

Boðið er upp á húsnæði til leigu, sé þess óskað.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um ráðningu í prestsstörf nr. 17/2021-2022  og starfsreglna um presta nr. 39/2022-2023

Með umsókn sinni staðfesta umsækjendur að þeir hafi átt þess kost að kynna sér þessar reglur.

 

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall


Mörk prestakallsins er Snæfellsbær norðan heiða og að Einarslóni.

Í prestakallinu eru þrír þéttbýlisstaðir, Ólafsvík, Rif og Hellissandur.

Prestakallið er myndað af tveimur sóknum og þremur kirkjum, Ólafsvíkursókn með Brimilsvallakirkju og Ólafsvíkurkirkju og Ingjaldshólssókn með Ingjaldshólskirkju.

Sóknirnar hafa samstarf í gegnum sóknarsamlag.

 

Íbúafjöldi


Íbúar í prestakallinu eru 1518.

Í þjóðkirkjunni eru 964 og þar af eru 194 yngri en 16 ára.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjanda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 13. gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Umsækjendur skulu gera skriflega grein fyrir starfsferli og starfsreynslu og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram.

Umsókn ber að fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum, svo og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á.

Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun sem nýtist í starfi.

Til að umsækjandi teljist hæfur í starfið þarf viðkomandi að hafa lokið mag.theol/cand.theol prófi frá Háskóla Íslands ásamt starfsþjálfun hjá Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu.

Umsækjendum ber að skila greinargerð, að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn sína og væntingar varðandi þjónustuna.

Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. 4. gr. starfsreglnanna.

Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni.

Um starfið gilda lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021, kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar.

Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall.

Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Sr. Gunnar E. Hauksson, prófastur við ráðningarferli þetta, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 865-9945 eða á netfangið Gunnar.Eirikur.Hauksson@kirkjan.is.

Líka er hægt að leita nánari upplýsinga, t.d. hvað varðar starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, hjá Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu, s. 528 4000, eða á netfangið jona@kirkjan.is eða ragnhilduras@kirkjan.is.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 23. nóvember 2022.

Sækja ber rafrænt um starfið hér á vefnum og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Vakin er athygli á því að hafi umsækjandi ekki óskað nafnleyndar verður nafn hans sem umsækjanda um starfið birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is að liðnum umsóknarfresti.

Verði farið fram á almennar prestskosningar er þó ekki hægt að halda nafnleynd.

 

Þarfagreining


Að jafnaði eru 22 guðsþjónustur á ári í Ólafsvíkurkirkju, 3 í Brimilsvallakirkju og 12 í Ingjaldshólskirkju auk annarra athafna.

Íbúar í prestakallinu eru 1518.

Í þjóðkirkjunni eru 964 og þar af eru 194 yngri en 16 ára.

Í prestakallinu er dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík þar sem minnst tólf athafnir eru á ári.

Í prestakallinu er þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, tveir grunnskólar og tveir leikskólar.

Í prestakallinu eru tveir organistar, kórstjóri, kirkjukórar og einn kirkjuvörður.

Presturinn hefur starfsaðstöðu í prestsetri, í Ólafsvíkurkirkju og Ingjaldshólskirkju.

Þegar litið er til þjónustuþarfar prestakallsins þá leggja sóknarnefndirnar áherslu á:

1) Barna og æskulýðsmál.

2) Góð tengsl við söfnuðinn í gleði og sorg.

3) Reglulegt helgihald.

4) Fjölmenningu.

5) Að viðkomandi prestur hafi mikla samstarfshæfni og sveigjanleika.

 

slg


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði