Nýja sálmabókin tekin formlega í notkun

10. nóvember 2022

Nýja sálmabókin tekin formlega í notkun

Nýja sálmabókin

Stór dagur er í kirkjunni um allt land sunnudaginn 13. nóvember, en þá verður ný sálmabók formlega tekin í notkun.

Mikil vinna liggur að baki útgáfunni, en í sálmabókinni eru 795 sálmar og er mikil breidd í vali á sálmunum.

Í bókinni eru kjarnasálmar kirkjunnar ásamt nýjum sálmum sem margir hafa orðið til á síðustu árum.

Sálmarnir endurspegla fjölbreytt helgihald kirkjunnar við mismunandi aðstæður, lög sálmanna sýna afar fjölbreyttan tónlistarstíl.

Öll lögin eru hljómsett.

Sunnudaginn 13. nóvember næst komandi verður sálmabókin formlega tekin í notkun með bæn og blessun Biskups Íslands í útvarpsmessu í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst hún kl. 11:00 f.h.

Sr. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins predikar í tilefni af árlegum kristniboðsdegi.

Fulltrúar úr sálmabókarnefndinni taka þátt í guðsþjónustunni og afhenda Biskupi Íslands fyrsta eintakið á formlegan hátt.

Sálmabókinni hefur verið dreift í kirkjur um allt land og taka guðsþjónustur dagsins víða mið af þessum tímamótum í kirkjunni.

 

slg

 

 

 

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Biskup

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju