Nýja sálmabókin tekin formlega í notkun

10. nóvember 2022

Nýja sálmabókin tekin formlega í notkun

Nýja sálmabókin

Stór dagur er í kirkjunni um allt land sunnudaginn 13. nóvember, en þá verður ný sálmabók formlega tekin í notkun.

Mikil vinna liggur að baki útgáfunni, en í sálmabókinni eru 795 sálmar og er mikil breidd í vali á sálmunum.

Í bókinni eru kjarnasálmar kirkjunnar ásamt nýjum sálmum sem margir hafa orðið til á síðustu árum.

Sálmarnir endurspegla fjölbreytt helgihald kirkjunnar við mismunandi aðstæður, lög sálmanna sýna afar fjölbreyttan tónlistarstíl.

Öll lögin eru hljómsett.

Sunnudaginn 13. nóvember næst komandi verður sálmabókin formlega tekin í notkun með bæn og blessun Biskups Íslands í útvarpsmessu í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst hún kl. 11:00 f.h.

Sr. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins predikar í tilefni af árlegum kristniboðsdegi.

Fulltrúar úr sálmabókarnefndinni taka þátt í guðsþjónustunni og afhenda Biskupi Íslands fyrsta eintakið á formlegan hátt.

Sálmabókinni hefur verið dreift í kirkjur um allt land og taka guðsþjónustur dagsins víða mið af þessum tímamótum í kirkjunni.

 

slg

 

 

 

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði