Æskulýðsmót í Vindáshlíð

14. nóvember 2022

Æskulýðsmót í Vindáshlíð

Æskulýsmót í Vindáshlíð

Löng hefð er fyrir því að halda Landsmót æskulýðsfélaganna í upphafi vetrar.

Ekki hefur verið hægt að halda slíkt mót undanfarin ár.

Til að begðast við því tóku æskulýðsleiðtogar fjögurra kirkna á höfuðborgarsvæðinu þá ákvörðun að skipuleggja æskulýðsmót fyrir æskulýðsfélögin sín.

Helgina 11.-13. nóvember fóru því unglingar úr Árbæjarkirkju, Hallgrímskirkju, Lágafellskirkju og Seljakirkju saman í Vindáshlíð.

Undirbúningur og skipulag mótsins var í höndum æskulýðsfulltrúa og leiðtoga starfsins í þessum kirkjum.

Mótsstjóri var Bogi Benediktsson, æskulýðsfulltrúi í Lágafellskirkju.

Dagskráin var með fjölbreyttu sniði þar sem boðið var uppá kvöldvökur, leiki og íþróttakeppni, stuttmyndagerð, brjóstsykursgerð, ball, spurningakeppni og hæfileikakeppni svo fátt eitt sé nefnt.

Frumfluttur var nýr æskulýðssöngur sem nefnist Guð er hér.

Um er að ræða ungverskan æskulýðssöng við texta Ingunnar Bjarkar Jónsdóttur og sr. Þórs Haukssonar, en söngurinn er afrakstur Erasmus verkefnis sem æskulýðsfélag Árbæjarkirkju hefur tekið þátt í.

Mikil gleði einkenndi ferðina og augljóst var að ungmennin voru ánægð að geta loksins farið á æskulýðsmót.

Samkvæmt því sem Ingunn Björk Jónsdóttir, djákni Árbæjarkirkju og Steinunn Anna Baldvinsdóttir, æskulýðsfulltrúi Seljakirkju sögðu þá eru þessi mót mikilvægur liður í æskulýðsstarfi kirkjunnar þar sem þarna gefst unglingunum færi á að njóta sín saman, kynnast öðrum og fræðast um trúna.

 

slg




Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju