Þreföld hátíð í Dómkirkjunni í Reykjavík

14. nóvember 2022

Þreföld hátíð í Dómkirkjunni í Reykjavík

Biskup Íslands ásamt þátttakendum í guðsþjónustunni og nokkrum úr sálmabókarnefndinni

Þreföld hátíð var í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 13. nóvember.

Þá var kirkjudagur Dómkirkjunnar, kristniboðsdagurinn og ný sálmabók var formlega tekin í notkun.

Fulltrúar úr sálmabókarnefndinni tóku þátt í guðsþjónustunni með ritningarlestri og bænagjörð.

Frú Edda Möller framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, sem gefur bókina út, afhenti Biskupi Íslands frú Agnesi M. Sigurðardóttur sálmabókina á formlegan hátt.

Sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur kirkjunnar þjónaði fyrir altari, Dómkórinn söng og organisti var Guðmundur Sigurðsson.

Sr. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins predikaði.

Hóf hann predikun sína á því að segja frá trúarlegri upplifun sem sálmaskáldið Bjarni Eyjólfsson varð fyrir í Dómkirkjunni þegar hann var ungur maður.

Bjarni var framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins í áratugi, en hann á 11 sálma í nýju sálmabókinni.

Sálmur hans Ó, Drottinn, ég vil aðeins eitt var svo sunginn eftir predikun sr. Ragnars.

Þannig sameinuðust öll þrjú tilefni hátíðarguðsþjónustunnar í þessari frásögn af Bjarna Eyjólfssyni, Dómkirkjan í Reykjavík, Kristniboðsdagurinn og nýja sálmabókin.

Fjölmenni var í Dómkirkjunni þennan dag og í kaffisamsæti sem haldið var eftir guðsþjónustuna í safnaðarheimilinu voru sungnir tveir sálmar við píanóundirleik organistans, Guðmundar Sigurðssonar og kontrabassaleik sóknarprestsins.

Nýtt vefsvæði, sálmabók.is mun bjóða upp á fjölbreytta möguleika til kynningar og fræðslu um sálma og mun það smám saman auka við ítarefni auk þess sem hægt verður að sjá alla sálmana eins og þeir birtast í sálmabók.

Á næstu dögum opnar fyrsti hluti vefsvæðisins þannig að sálmarnir verða sýnilegir með nýju númerunum.

 

slg




Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Þjóðkirkjan

  • Útgáfa

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði