Mikilvægt samfélag

17. nóvember 2022

Mikilvægt samfélag

Sr. Kristján Búason les guðspjallið

Þegar fólk lýkur starfsævinni tekur við tími sem fólk tekst misjafnlega vel á við.

Prestsstarfið er ólíkt öðrum störfum að því leyti að líf og starf fléttast óvenjumikið saman.

Presturinn er prestur hvar sem hann eða hún tekur þátt í samfélagi sínu.

Á þetta sérstaklega við á landsbyggðinni þar sem presturinn er allt í öllu og afar mikilvægur þáttur í daglegu lífi fólks.

Það er algengt að prestar sem hafa látið af störfum flyjist á höfuðborgarsvæðið og þá breytist lífið mikið.

Það var ótrúleg framsýni sem réði för þegar hópur presta kom saman í Oddfellow-húsinu við Vonarstræti í Reykjavík haustið 1939 til þess að stofna með sér félag.

Þrír gamlir prófastar voru þar í forsvari og rúmur tugur manna með þeim.

Félagið átti að beina sjónum sínum að þeim prestum sem höfðu látið af störfum og höfðu flutt utan af landi á höfuðborgarsvæðið.

Þegar í bæinn var komið söknuðu þau tengsla við kirkjuna og gamla samstarfsfélaga.

Félagið fékk nafnið: Félag fyrrverandi presta og prófasta.

Sem tímanna tákn var nafni félagsins breytt árið 2016 í Félag fyrrum þjónandi presta og maka.

Markmið félagsins er að endurnýja gömul kynni, flytja fróðleik og fylgjast með því sem efst er á baugi í kirkjunni hverju sinni.

Félagið annast guðsþjónustur á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund að jafnaði einu sinni í mánuði, auk þess að annast sumarguðsþjónustu í Hveragerðiskirkju í samvinnu við Ás og árlega guðsþjónustu í Mörkinni.

Sérstakur velgjörðarmaður félagsins var sr. Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason í Ási, heimilisprestur Grundar og forystumaður í málefnum aldraðra á sinni tíð.

Síðar tók sonur hans við merkinu, Gísli Sigurbjörnsson, og reyndist félaginu haukur í horni.

Þeir feðgar styrktu félagið með ýmsu móti.

Þessi stuðningur hefur haldið áfram í gegnum dóttur Gísla, Guðrúnu Birnu Gísladóttur, og síðar son hennar og sr. Páls Þórðarsonar, Gísla Pál Pálsson.



Margir prestar hafa komið að guðsþjónustum á Grund í gegnum tíðina.

Síðastliðinn sunnudag þann 13. nóvember, þjónaði sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti fyrir altari og sr. Kristján Búason las guðspjallið og predikaði.

Er hann með elstu prestum sem þjónað hafa á Grund, en hann fagnaði 90 ára afmæli sínu þann 25. október s.l.

Samkvæmt ríkjandi venju er messukaffi og félagsfundur Félags fyrrum þjónandi presta og maka eftir guðsþjónustuna.

Þar eru hin ýmsu mál rædd og gömul kynni rifjuð upp.

Eru þetta mjög ánægjulegar stundir og eru fyrrum þjónandi prestar og makar þeirra hvattir til að mæta og njóta guðsþjónustu, messukaffisins og líflegra umræðna.

 

slg










Myndir með frétt

  • Heimsókn

  • Kærleiksþjónusta

  • Messa

  • Öldrunarþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Eldri borgarar

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði