Nýr formaður í Prestafélagi Íslands

22. nóvember 2022

Nýr formaður í Prestafélagi Íslands

Sr. Þorgrímur Daníelsson formaður Prestafélags Íslands

Aukaaðalfundur Prestafélags Íslands var haldinn mánudaginn 21. nóvember í Lindakirkju í Kópavogi.

Sr. Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur í Þingeyjarprestakalli var kosinn formaður, en hann var einn í kjöri og því sjálfkjörinn.

Sr. Þorgrímur hefur þjónað sem prestur í kirkjunni í tæp þrjátíu ár og þekkir því starfið vel.

Hann vígðist sem sóknarprestur í Neskaupsstað árið 1993.

Eftir sex ára þjónustu þar var hann skipaður sóknarprestur í Grenjaðarstaðarprestakalli þar sem hann hefur þjónað síðan og er nú sóknarprestur í hinu nýsameinaða Þingeyjarprestakalli.

Sr. Þorgrímur hefur verið formaður Prestafélags Hólastifis hins forna síðan á vordögum 2019.

Þá sat hann á Kirkjuþingi kjörtímabilin 2006–9 og 2014–17.

 

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Þorgrím og spurði hann um aðaláherslur hans í starfi sem formaður Prestafélags Íslands:

Sr. Þorgrímur sagði:

„. Helstu áherslur?

Ég held að almennt sé fólk sammála um að stærsta verkefnið framundan sé gerð nýs kjarasamings.

Þá vinnu þarf að vanda.

Mig langar að hitta sem flesta félaga í P.Í. til að ræða samningsmarkmið og annað sem félagsfólk vill ræða.

Ég reyni að nálgast þetta verkefni af hógværð.

Ég hef enga reynslu af stjórnarsetu í Prestafélaginu þannig að það er margt sem ég á ólært.“

 

Hvert verður þitt fyrsta verkefni?

„Mitt fyrsta verkefni í þessu hlutverki verður að læra til formanns“

sagði sr. Þorgrímur að lokum.

 

slg


  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Prestar og djáknar

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.