Nýr formaður í Prestafélagi Íslands

22. nóvember 2022

Nýr formaður í Prestafélagi Íslands

Sr. Þorgrímur Daníelsson formaður Prestafélags Íslands

Aukaaðalfundur Prestafélags Íslands var haldinn mánudaginn 21. nóvember í Lindakirkju í Kópavogi.

Sr. Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur í Þingeyjarprestakalli var kosinn formaður, en hann var einn í kjöri og því sjálfkjörinn.

Sr. Þorgrímur hefur þjónað sem prestur í kirkjunni í tæp þrjátíu ár og þekkir því starfið vel.

Hann vígðist sem sóknarprestur í Neskaupsstað árið 1993.

Eftir sex ára þjónustu þar var hann skipaður sóknarprestur í Grenjaðarstaðarprestakalli þar sem hann hefur þjónað síðan og er nú sóknarprestur í hinu nýsameinaða Þingeyjarprestakalli.

Sr. Þorgrímur hefur verið formaður Prestafélags Hólastifis hins forna síðan á vordögum 2019.

Þá sat hann á Kirkjuþingi kjörtímabilin 2006–9 og 2014–17.

 

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Þorgrím og spurði hann um aðaláherslur hans í starfi sem formaður Prestafélags Íslands:

Sr. Þorgrímur sagði:

„. Helstu áherslur?

Ég held að almennt sé fólk sammála um að stærsta verkefnið framundan sé gerð nýs kjarasamings.

Þá vinnu þarf að vanda.

Mig langar að hitta sem flesta félaga í P.Í. til að ræða samningsmarkmið og annað sem félagsfólk vill ræða.

Ég reyni að nálgast þetta verkefni af hógværð.

Ég hef enga reynslu af stjórnarsetu í Prestafélaginu þannig að það er margt sem ég á ólært.“

 

Hvert verður þitt fyrsta verkefni?

„Mitt fyrsta verkefni í þessu hlutverki verður að læra til formanns“

sagði sr. Þorgrímur að lokum.

 

slg


  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Prestar og djáknar

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði