Mikilvæg helgi í kirkjum landsins

24. nóvember 2022

Mikilvæg helgi í kirkjum landsins

Aðventukrans - mynd: hsh

Fyrsti sunnudagur í aðventu er ár hvert mikilvægur í safnaðarstarfi kirkjunnar.

Þá hefst nýtt kirkjuár sem samanstendur af helgidögum ársins.

Á fyrsta sunnudegi í aðventu hefst líka formlega jólaundirbúningurinn þó eins og landsmenn vita er hann löngu hafinn hjá mörgum.

Víða má líta jólaljós í trjám og gluggum og jólalögin eru farin að hljóma í verslunum.

Um allt land er mikið um að vera í kirkjum landsins og best er fyrir fólk að skoða heimasíður kirknanna eða fésbókarsíður til að skoða hvað um er að vera í hverri sókn.

Undanfarin ár hafa aðventukvöld víða færst yfir til kl. 17:00 í stað kvöldsins.

Ástæða þess er væntanlega sú að oft eru það börn og ungingar sem halda uppi dagskrá aðventukvöldanna.

Gjarnan er valið ræðufólk sem alla jafna er ekki að tala í kirkjunum.

Leitað er bæði til stjórnmálafólks, fjölmiðlafólks og þekkts listafólks.

 

Á höfuðborgarsvæðinu er mikið um að vera.

Má þar helst nefna aðventukvöld og tónleika.

Eftirfarandi hefur fréttaritara kirkjan.is borist, en að sjálfsögðu er það sem hér er nefnt aðeins toppurinn á ísjakanum.

Eins og áður sagði er fólk hvatt til að skoða heimasíður kirknanna og fésbókarsíður.

Í Dómkirkjunni í Reykjavík verður aðventukvöld kl 20:00.

Þetta má sjá nánar á www.domkirkjan.is.

Í Bústaðakirkju er aðventuhátíð í tilefni af vígsluafmæli kirkjunnar: kl.17:00.

Í Háteigskirkju verður aðventuhátíð barnanna kl. 11:00.

Í Seltjarnarneskirkju mun Bubbi Morthens tala á aðventuhátíð kl. 17:00 og í Hallgrímskirkju verður Kantötuguðsþjónusta kl. 11.00.

Þar mun frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédika við upphaf jólasöfnunar Hjálparstarfsins.

Síðar um daginn, kl. 17.00, verða kórtónleikar.

Sjá nánar á hallgrimskirkja.is

Aðventuhátíð Guðríðarkirkju verður kl. 17:00.

Upplýsingar um hana má finna hér . 

Kyrrðarguðsþjónusta verður í Hjallakirkju á sama tíma. Sjá nánar hér  


Aðventukvöld er síðan í Fella- og Hólakirkju kl. 20:00. Sjá nánar hér


Aðventuhátíðir eru líka á landsbyggðinni og af nógu er að taka.

Hér eru aðeins nefnd tvö dæmi úr Vesturlandsprófastsdæmi:


í Akraneskirkju er sunnudagaskóli og í lok hans er börnunum boðið í aðventugarð í Safnaðarheimilinu Vinaminni þar sem aðventan er boðin velkomin með ljósi og tónlist.

Í Stafholtskirkju í Borgarfirði verður einnig aðventustund kl. 14:00.

slg




  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Hjálparstarf

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju