Svæðisstjóri æskulýðsmála

28. nóvember 2022

Svæðisstjóri æskulýðsmála

Gott samstarf

Biskup Íslands auglýsir eftir svæðisstjóra æskulýðsmála í Kjalarnes- og Reykjavíkurprófastdæmum eystra og vestra.

Helstu verkefni svæðisstjórans eru:

Svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasta tilsjón með æskulýðsstarfi og heildaryfirsýn með verkefnisstjórum æskulýðsmála og æskulýðsleiðtogum sem starfa fyrir kirkjurnar á svæðinu.

Svæðisstjóri starfar með starfsfólki sem sér um æskulýðsstarf í sóknum, myndar tengsl á milli þess og veitir því faglegan stuðning og ráðgjöf um æskulýðsmál og mönnun starfsins.

Svæðisstjóri hefur frumkvæði að stofnun safnaðarstarfs fyrir ungmenni í söfnuðum svæðisins á þeim stöðum sem það er ekki fyrir hendi.

Svæðisstjóri sér um skipulagningu æskulýðsmóta og annarra viðburða.

Svæðisstjóri sér um leiðtogaþjálfun.

Svæðisstjóri tekur þátt í gerð fræðsluefnis.

Svæðisstjóri kynnir sér stefnumörkun og samþykktir kirkjuþings s.s. fræðslustefnu þjóðkirkjunnar varðandi kirkjulegt starf fyrir ungmenni og vinnur í samræmi við samþykktir héraðsnefndar.

Menntunar og hæfniskröfur:

Háskólapróf og reynsla sem nýtist í starfi (t.d.kennari, tómstunda- og félagsmálafræðingur, þroskaþjálfi, guðfræðingur, djákni).

Framúrskarandi færni í samskiptum.

Frumkvæði og sjálfstæði.

Skipulagshæfni.

Góð íslenskukunnátta.

Reynsla af starfi með börnum og ungmennum.

Um er að ræða 100% starf.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Þjóðkirkjunnar.

Frekari upplýsingar um starfið veita sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar Þjóðkirkjunnar og Fræðagarðs.

Staðsetning: Breiðholtskirkja.

Umsóknarfrestur er til 8. des.

Viðkomandi þarf að geta tekið til starfa 1. janúar 2023.

Svæðisstjórnin nær yfir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Kjalarnesprófastsdæmi.

 

slg


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði