Hátíðlegir viðburðir á aðventu

30. nóvember 2022

Hátíðlegir viðburðir á aðventu

Ólafsvíkurkirkja

Fyrsti sunnudagur í aðventu er viðburðaríkur dagur í kirkjum landsins eins og fram hefur komið á kirkjan.is.

Alla aðventuna má þó finna hátíðlega viðburði sem lýsa vel því hvað kirkjan er öflug um allt land.

 

Vestur á Snæfllsnesi er mikið um að vera, sem eftrirfarandi dæmi sýna:


Í Ólafsvíkurkirkju var aðventustund fyrsta sunnudag í aðventu í umsjón Kvenfélags Ólafsvíkur.

Á þeirri stund var mikil tónlist, barnakór og einsöngur, harmonikkuleikur í andyri fyrir stundina og svo smákökuhressing eftir athöfnina.

 

Samkór Snæfellsness stendur fyrir þremur jólatónleikum á aðventunni.

Sá fyrsti var í Grundarfjarðarkirkju 28. nóvember.

Næsti verður í Stykkishólmskirkju 30. nóvember kl. 20.00 og sá síðasti í Ólafsvíkurkirkju 2. desember kl. 20.00.


Á öðrum sunnudegi í aðventu verður aðventukvöld í Ingjaldshólskirkju kl. 17.00.

Þar verða tónlistaratriði, samsöngur, jólasaga og hugleiðing.

Umsjón með aðventukvöldinu hefur Kirkjukór Ingjaldshólskirkju.

 

Aðventukvöld verður í Grundarfjarðarkirkju 13. desember kl. 20.00.

Þar mun kirkjukórinn syngja og sr. Aðalsteinn Þorvaldsson sóknarprestur talar.

Ræðumaður segir frá jólunum sínum og upplifunum á jólum.

 

Tónleikar verða í Ólafsvíkurkirkju 16. desember kl. 18.00.

Snæfellingarnir Sylvía, Lárus og Hólmgeir halda hátíðartónleika.


Tónleikar verða síðan í Grundarfjarðarkirkju 18. desember kl. 18.00.

Snæfellingarnir Sylvía, Lárus og Hólmgeir halda hátíðartónleika.

 

Tónleikar verða í Grundarfjarðarkirkju 21. des. kl. 20.00.

Heimafólkið og söngkonurnar Sylvía, Jóhanna, Heiðrún, Rakel, Ragnheiður, Amí og Ólöf Gígja verða með jóla kósý stund.

 

Á aðventunni er boðið upp á hátíðlega dagskrá í þessum þremur kirkjum og tilvalið að njóta þess í aðventublíðunni.




slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Kirkjustaðir

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju